Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 14:42 Shane Massey, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Suður-Karólínu, er hér í forgrunni. Hann og aðrir karlkyns þingmenn flokksins samþykktu í gær að svo gott sem banna flestum konum að gangast þungunarrof í ríkinu. AP/Jeffrey Collins Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Frumvarpið var samþykkt 27-19 í öldungadeildinni í gær en allir fimm kvenkyns öldungadeildarþingmenn Suður-Karólínu höfðu átt í málþófi til að reyna að stöðva framgöngu þess. Af 46 sætum öldungadeildarinnar sitja Repúblikanar í þrjátíu þeirra en þrír þingmenn flokksins, allar konur, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Núgildandi lög Suður-Karólínu heimila konum að gangast þungunarrof á fyrstu 22 vikum meðgöngu. Repúblikanar í Suður-Karólínu höfðu áður samþykkt sambærilegt frumvarp en Hæstiréttur ríkisins sagði það í janúar brjóta gegn stjórnarskrá Suður-Karólínu. Andstæðingar nýja frumvarpsins hafa sagt að látið verði reyna á hvort það standist stjórnarskrá. Frumvarpið verður sent til Henry McMaster, ríkisstjórans, sem segist ætla að skrifa undir það en hann er einnig Repúblikani. Samkvæmt því mega konur gangast þungunarrof innan tólf vikna í tilfellum nauðgunar og/eða sifjaspells. Þar eru einnig undanþágur sem snúa að heilsu kvenna og fóstra. Þá standa læknar sem brjóta lögin frammi fyrir sektum og allt að tveggja ára fangelsisvist, samkvæmt frétt Washington Post. Greiða meðlag frá getnaði en ekki fæðingu Verði frumvarpið að lögum munu stúlkur undir sextán ára aldri sem sækjast eftir þungunarrofi án leyfis þurfa leyfis dómara, nema í tilfellum nauðgana og/eða sifjaspells. Andstæðingar frumvarpsins sögðu það langt frá því vera nægan tíma en stuðningsmenn þess segja að þar sem stúlkur undir sextán ára aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum, samkvæmt lögum, heyri slík tilfelli undir nauðgunarákvæði frumvarpsins. Því hafi þær tólf vikur. Frumvarpið segir einnig að feður eigi að greiða meðlag frá getnaði en ekki fæðingu. Washington Post segir að þingmaðurinn Tom Davis hafi að spilað stóra rullu í samþykkt frumvarpsins. Hann hafði áður verið gegn því en snerist hugur og greiddi atkvæði með því að stöðva málþóf áðurnefndra kvenna og svo með frumvarpinu sjálfu. Í samtali við Washington Post fyrir atkvæðagreiðsluna í gær sagði Davis að málið snerist um að finna jafnvægi réttinda. „Á einhverjum tímapunkti verður réttur ríkisins á því að ófætt barnið fæðist æðri rétti konunnar yfir líkama hennar,“ sagði Davis. Herða lögin víðsvegar um Bandaríkin Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra hafa Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hert lög um þungunarrof mjög. Þetta á sérstaklega við ríki í sunnanverðum Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar fara með stjórnartaumana. Sjá einnig: Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Suður-Karólína hefur verið vin í eyðimörk þegar kemur að þungunarrofi og hafa konur ferðast þangað frá öðrum suðurríkjum til að gangast þungunarrof. Slíkum aðgerðum hefur fjölgað töluvert samhliða hertum lögum í nærliggjandi ríkjum. Nágrannar Suður-Karólínu í norðri hertu nýverið eigin lög en þar hefur þungunarrof verið bannað í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Sjá einnig: Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Alls er búið að herða lög um þungunarrof, eða verið að herða þau, í minnst 25 ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times. Andstæðingar hertar löggjafara um þungunarrof í Norður-Karólínu á mótmælum. Tricia Cotham, þingkona Demókrataflokksins, gekk nýverið til liðs við Repúblikana þar og saman hertu þau lög um þungunarrof verulega.AP/Hannah Schoenbaum Stendur frammi fyrir tveggja ára fangelsi Umræðan um þungunarrof vestanhafs hefur orðið sífellt harðskeyttari á undanförnum mánuðum. 73 ára maður var í gær ákærður í Illinois fyrir að hafa keyrt bíl sínum inn í húsnæði þar sem þungunarrof fór fram og reynt að kveikja í húsinu. Skömmu áður höfðu bæjaryfirvöld í Danville, þar sem læknastofan er, samþykkt að banna flutning þungunarrofslyfja til bæjarins, jafnvel þó ráðamenn á ríkisstiginu hafi varað við því að slíkar reglur brytu gegn lögum ríkisins, sem tryggja aðgang kvenna að þungunarrofi. Þá játaði kona frá Nebraska á mánudaginn að hafa brennt og grafið fóstur eftir að hún tók lyf til að binda enda á meðgöngu hennar. Hún er átján ára gömul en þegar hún var sautján og komin 29 og hálfa viku á leið, tók hún áðurnefnd lyf. Hún var ákærð sem fullvaxta einstaklingur og stendur frammi fyrir tveggja ára fangelsisvist. Saksóknarar hafa einnig ákært móður hennar fyrir að hjálpa henni en þær höfðu talað um lyfið á Facebook, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjóri Nebraska skrifaði á mánudaginn undir frumvarp sem snýst um bann við þungunarrofi eftir tólf vikna meðgöngu. Áður var þungunarrof bannað eftir tuttugu vikur. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska með barnabörnum sínum á mánudaginn, þar sem hann skrifaði undir lög sem banna þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu.AP/Justin Wan Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. 24. maí 2023 13:14 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. 16. febrúar 2023 07:22 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt 27-19 í öldungadeildinni í gær en allir fimm kvenkyns öldungadeildarþingmenn Suður-Karólínu höfðu átt í málþófi til að reyna að stöðva framgöngu þess. Af 46 sætum öldungadeildarinnar sitja Repúblikanar í þrjátíu þeirra en þrír þingmenn flokksins, allar konur, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Núgildandi lög Suður-Karólínu heimila konum að gangast þungunarrof á fyrstu 22 vikum meðgöngu. Repúblikanar í Suður-Karólínu höfðu áður samþykkt sambærilegt frumvarp en Hæstiréttur ríkisins sagði það í janúar brjóta gegn stjórnarskrá Suður-Karólínu. Andstæðingar nýja frumvarpsins hafa sagt að látið verði reyna á hvort það standist stjórnarskrá. Frumvarpið verður sent til Henry McMaster, ríkisstjórans, sem segist ætla að skrifa undir það en hann er einnig Repúblikani. Samkvæmt því mega konur gangast þungunarrof innan tólf vikna í tilfellum nauðgunar og/eða sifjaspells. Þar eru einnig undanþágur sem snúa að heilsu kvenna og fóstra. Þá standa læknar sem brjóta lögin frammi fyrir sektum og allt að tveggja ára fangelsisvist, samkvæmt frétt Washington Post. Greiða meðlag frá getnaði en ekki fæðingu Verði frumvarpið að lögum munu stúlkur undir sextán ára aldri sem sækjast eftir þungunarrofi án leyfis þurfa leyfis dómara, nema í tilfellum nauðgana og/eða sifjaspells. Andstæðingar frumvarpsins sögðu það langt frá því vera nægan tíma en stuðningsmenn þess segja að þar sem stúlkur undir sextán ára aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum, samkvæmt lögum, heyri slík tilfelli undir nauðgunarákvæði frumvarpsins. Því hafi þær tólf vikur. Frumvarpið segir einnig að feður eigi að greiða meðlag frá getnaði en ekki fæðingu. Washington Post segir að þingmaðurinn Tom Davis hafi að spilað stóra rullu í samþykkt frumvarpsins. Hann hafði áður verið gegn því en snerist hugur og greiddi atkvæði með því að stöðva málþóf áðurnefndra kvenna og svo með frumvarpinu sjálfu. Í samtali við Washington Post fyrir atkvæðagreiðsluna í gær sagði Davis að málið snerist um að finna jafnvægi réttinda. „Á einhverjum tímapunkti verður réttur ríkisins á því að ófætt barnið fæðist æðri rétti konunnar yfir líkama hennar,“ sagði Davis. Herða lögin víðsvegar um Bandaríkin Frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra hafa Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hert lög um þungunarrof mjög. Þetta á sérstaklega við ríki í sunnanverðum Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar fara með stjórnartaumana. Sjá einnig: Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Suður-Karólína hefur verið vin í eyðimörk þegar kemur að þungunarrofi og hafa konur ferðast þangað frá öðrum suðurríkjum til að gangast þungunarrof. Slíkum aðgerðum hefur fjölgað töluvert samhliða hertum lögum í nærliggjandi ríkjum. Nágrannar Suður-Karólínu í norðri hertu nýverið eigin lög en þar hefur þungunarrof verið bannað í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Sjá einnig: Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Alls er búið að herða lög um þungunarrof, eða verið að herða þau, í minnst 25 ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times. Andstæðingar hertar löggjafara um þungunarrof í Norður-Karólínu á mótmælum. Tricia Cotham, þingkona Demókrataflokksins, gekk nýverið til liðs við Repúblikana þar og saman hertu þau lög um þungunarrof verulega.AP/Hannah Schoenbaum Stendur frammi fyrir tveggja ára fangelsi Umræðan um þungunarrof vestanhafs hefur orðið sífellt harðskeyttari á undanförnum mánuðum. 73 ára maður var í gær ákærður í Illinois fyrir að hafa keyrt bíl sínum inn í húsnæði þar sem þungunarrof fór fram og reynt að kveikja í húsinu. Skömmu áður höfðu bæjaryfirvöld í Danville, þar sem læknastofan er, samþykkt að banna flutning þungunarrofslyfja til bæjarins, jafnvel þó ráðamenn á ríkisstiginu hafi varað við því að slíkar reglur brytu gegn lögum ríkisins, sem tryggja aðgang kvenna að þungunarrofi. Þá játaði kona frá Nebraska á mánudaginn að hafa brennt og grafið fóstur eftir að hún tók lyf til að binda enda á meðgöngu hennar. Hún er átján ára gömul en þegar hún var sautján og komin 29 og hálfa viku á leið, tók hún áðurnefnd lyf. Hún var ákærð sem fullvaxta einstaklingur og stendur frammi fyrir tveggja ára fangelsisvist. Saksóknarar hafa einnig ákært móður hennar fyrir að hjálpa henni en þær höfðu talað um lyfið á Facebook, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjóri Nebraska skrifaði á mánudaginn undir frumvarp sem snýst um bann við þungunarrofi eftir tólf vikna meðgöngu. Áður var þungunarrof bannað eftir tuttugu vikur. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska með barnabörnum sínum á mánudaginn, þar sem hann skrifaði undir lög sem banna þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu.AP/Justin Wan
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. 24. maí 2023 13:14 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. 16. febrúar 2023 07:22 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. 24. maí 2023 13:14
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. 16. febrúar 2023 07:22