Ekki bend´á mig Indriði Stefánsson skrifar 24. maí 2023 07:30 Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun