Rúnar Páll: Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 22:10 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Eftir að Fylkir hafði komist í 1-2 jöfnuðu Stjörnumenn með marki undir lokin. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var súr í leikslok. „Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira