Innlent

Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarskipið Björg var einnig á vetvangi með sjúkraflutningamenn og lækni frá Ólafsvík.
Björgunarskipið Björg var einnig á vetvangi með sjúkraflutningamenn og lækni frá Ólafsvík. Landsbjörg

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó.

Tilkynning barst um klukkan hálf sex í morgun og hélt áhöfn TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, af stað frá Reykjavíkurflugvelli.

Áhöfn björgunarskipsins Björg frá Rifi fór einnig til móts við togarann með lækni og sjúkraflutingamenn. Þeir fóru um borð í togarann og verkjastilltu hinn fótbrotna sjómann, áður en hann hvar hífður um borð í þyrluna.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að búið hafi verið að hífa manninn um borð í þyrluna klukkan 7:26 og klukkan átta hafi maðurinn verið kominn til aðhlynningar í sjúkrahúsinu í Fossvogi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×