Leikbönn Íslendinganna standa: Félögunum gert að greiða hálfa milljón Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 10:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir/Samsett mynd Áfrýjun Íslendingaliðanna FC Kaupmannahöfn og Lyngby, á gulu spjaldi sem íslensku leikmenn þeirra Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon fengu á dögunum hefur verið hafnað. Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna. Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna.
Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira