Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 06:45 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“ Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira