Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. maí 2023 22:10 Bensínstöðvar hafa fyllt tanka sína af nýju umhverfisvænna bensíni sem kallast E10. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. Vísir/Vilhelm Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“ Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“
Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira