Fótbolti

Leik hætt eftir að stuðnings­fólk kastaði reyk­sprengjuminn á völlinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lætin voru byrjuð áður en leikur hófst.
Lætin voru byrjuð áður en leikur hófst. Pieter van der Woude/Getty Images

Leik Groningen og Ajax í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu var hætt eftir að stuðningsfólk heimaliðsins kastaði reyksprengjum inn á völlinn.

Gengi Groningen á leiktíðinni hefur verið afleitt og er liðið fallið niður um deild. Segja má að stuðningsfólk félagsins sé vægast sagt ósátt með eignarhald félagsins. Þegar sex mínútur voru liðnar af leiknum var reyksprengjum kastað inn á völlinn. Þá hljóp stuðningsmaður Groningen inn á völlinn með borða sem mótmælti eignarhaldi félagsins.

Dómari leiksins stöðvaði leikinn en eftir að reykurinn hvarf á braut var leik haldið áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var fleiri flugeldum kastað inn á völlinn. Ákvað dómarinn þá að hætta leik en það samræmist regluverki hollenska knattspyrnusambandsins.

Ajax er í 3. sæti deildarinnar á meðan Feyenoord tryggði sér titilinn í dag með 3-0 sigri á Willum Þór Willumssyni og félögum í Go Ahead Eagles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×