Furðar sig á því að Eurovision setji leikjadagsrána úr skorðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 10:00 Pep Guardiola er ekki hrifinn af því að þurfa að spila gegn Everton á morgun. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld. City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Eurovision Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Eurovision Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira