Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Heimamenn gengu frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 16:01 Stjarnan jarðaði ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tók á móti ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ fyrr í dag. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Stjörnunnar og einungis tíu leikmönnum inni á vellinum hjá ÍBV. Mörk Stjörnunnar skoruðu Björn Berg Bryde, Örvar Logi Örvarsson, Kjartan Már Kjartansson og Hilmar Árni Halldórsson.Þetta var fyrsti leikur Jökuls Elísabetarsonar sem aðalþjálfari liðsins. Hann tekur við starfinu eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara frá Stjörnunni fyrr í vikunni, en Jökull hafði starfað sem aðstoðarmaður hans síðan Ágúst tók við liðinu haustið 2021. Nýtilkominn kraftur í Stjörnumönnum Stjörnumenn byrjuðu þennan leik af mikilli ákefð og voru mjög hættulegir fyrstu mínúturnar. Það virtist vera einhver nýtilkominn eldmóður í Stjörnumönnum, en liðið hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína síðustu vikur. Fyrsta mark heimamanna kom eftir aðeins nokkurra mínútna leik. Stjarnan hafði þá sótt að marki ÍBV og uppskáru hornspyrnu sem Guðmundur Baldvin Nökkvason tók. Hann sendir háan bolta inn á miðjan teiginn og Björn Berg Bryde, einn og óvaldaður, rís þar hæstur allra manna og stangar boltann í markið. Stjarnan hélt áfram að sækja að marki ÍBV allan fyrri hálfleikinn, komust í mörg góð færi og skoruðu tvö mörk til viðbótar, en þau voru bæði dæmd ógild vegna rangstöðu. Eyjamenn voru heldur ólíkir sjálfum sér, sköpuðu lítið af færum og töpuðu mikið af návígum inni á miðjunni. Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Stjarnan með verðskuldaða forystu. Markahríð í seinni hálfleik Stjörnumenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og ógnuðu marki ÍBV trekk í trekk. Það var svo á sextugustu mínútu leiksins sem Örvar Logi stækkaði forystu heimamanna. Eftir gott spil upp hægri vænginn gaf Guðmundur Kristjánsson boltann yfir á fjærstöngina þar sem Örvar mætir á fleygiferð og þrumar boltanum í netið. Þriðja mark leiksins kom frá Kjartani Má Kjartanssyni. Ísak Andri gerði vel þar í að vinna boltann af Elvis Okello, varnarmanni ÍBV. Hann vinnur boltann af Elvis við hornfánann, hleypur meðfram endalínunni og leggur boltann svo út á Kjartan sem potar honum yfir línuna. Eiður Aron sendur í sturtu Fljótlega eftir þriðja markið fær Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, gult spjald fyrir brot á miðsvæðinu en fyrirliðinn var sjáanlega pirraður að vera lentur þremur mörkum undir. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Eiður að líta sitt annað gula spjald, þá fyrir brot á Hilmari Árna inni í vítateig ÍBV. Boltinn var hvergi nálægt þeim þegar brotið átti sér stað og Eiður ákveður að taka pirringinn út á Hilmari með því að sparka í hann. Dómari leiksins virtist ekki sjá þetta í fyrstu en aðstoðarmaður hans var vakandi á verðinum og dæmdi réttilega vítaspyrnu og rautt spjald á Eið Aron. Hilmar Árni fer sjálfur á punktinn og skorar af miklu öryggi. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn mættu einfaldlega miklu grimmari til leiks í dag. Strax frá fyrstu mínútu sá maður eldmóð og ákefð í liðinu sem hefur vantað hingað til. Markaskorun hefur ekki verið vandamál og var það ekki í dag, en varnarleikur liðsins það sem af er tímabili hefur verið brothættur. En vörnin hélt vel í dag, þeirra fyrsta hreina lak í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Öll varnarlína liðsins á hrós skilið fyrir sína frammistöðu. En menn leiksins voru djúpu miðjumenn Stjörnunnar, Eggert Aron og Guðmundur Baldvin, þeir stýrðu öllu uppspili Stjörnunnar, unnu varnarvinnuna sína vel og voru mjög fastir fyrir gegn Eyjamönnum. Hvað gekk illa? Það gekk allt eins og í sögu hjá Stjörnunni. En þetta var líkara martröð hjá ÍBV, liðið var mjög ólíkt sjálfu sér, tapaði mikið af návígum og fengu á sig ódýr mörk. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti FH í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 20. maí en Stjarnan fær Fylkismenn í heimsókn degi síðar, mánudaginn 22. maí. „Geggjað að geta gefið stuðningsmönnum það sem þeir eiga skilið“ Jökull Elísabetarson [fyrir miðju] var töluvert brosmildari en Hermann eftir leikinn og þakkar stuðningsmönnum liðsins fyrir þeirra framlag.Vísir/Hulda Margrét „Jájá, þetta var bara frábært og geggjað að geta gefið stuðningsmönnum það sem þeir eiga skilið eftir allan stuðninginn. Það var helvíti margt jákvætt í dag.“Jökull sagði fyrir leik að leikskipulag liðsins héldist að mestu leyti óbreytt en áherslan væri lögð á að gera hlutina af meiri ákefð en áður.„Mér fannst það ganga mjög vel, við leituðum í gömul fræði sem allir þekkja, það er bara að hækka tempóið og vera aggressívari. Mér fannst við gera það að öllu leyti og náðum mjög góðum tökum á leiknum eftir því sem leið á.“Jökull setti sinn svip á liðið með breytingum á miðsvæðinu. Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði liðsins, færði sig niður í bakvörð og Jóhann Árni var geymdur á bekknum. Eggert Aron og Guðmundur Baldvin spiluðu á miðjunni í þeirra stað.„Þeir stóðu sig frábærlega, Róbert Frosti var stórkostlegur, Hilmar Árni kemur frábær inn og mér fannst bara allir standa sig vel.“Í stöðunni 3-0 gerir Jökull heldur sóknarsinnaða breytingu. Framherjarnir Joey Gibbs og Emil Atlason komu inn á. Emil Atlason var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa slitið krossband síðasta sumar.„Það er frábært, stórt fyrir okkur að fá fólk til baka og líka gott að fá Joey inn. Gaman að sjá þá saman líka, það er það sem við höfum alltaf verið spenntir að sjá. En nei auðvitað erum við ekki saddir, hefðum getað bætt við og þá vill maður bara meira. Ef við getum unnið 5-0 þá vil ég vinna 5-0“ „Vorum ekki nógu aggressívir með boltann og það skilaði sér“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega niðurlútur eftir úrslit dagsins en hann sá þó einhverjar jákvæðar hliðar á leik liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét „Já kannski á endanum [var þetta sanngjörn niðurstaða], en í stöðunni 1-0 erum við aðeins að þrýsta á þá. En í heildina, þó það sé asnalegt að segja það, var ég ánægður með hvernig við notum boltann aðeins betur og náum að koma okkur úr pressu aðstæðum oftar en við höfum verið að gera. En svo þegar komið er hærra á völlinn notum við boltann illa og bara vildum þetta ekki nógu mikið. Vorum ekki nógu aggressívir með boltann og það skilaði sér.“ Spilamennska ÍBV var ólík því sem sést hefur frá liðinu hingað til á tímabilinu. Það er spurning hvað veldur því. „Já það er bara erfitt að setja puttann á það, þetta fyrsta mark er náttúrulega alveg glatað, svifbolti inn í teig og það ræðst enginn á hann. Það er bara grátlegt, ódýrt og skelfilegt að fá svona ódýrt mark á sig. Svo í kjölfarið erum við aðeins með boltann, meira en vanalega, en það vantaði allt aggressíon með boltann. Ég veit ekki afhverju það slökknar á okkur þegar við erum meira með boltann. Þetta er eitthvað sem ég skil ekki.“ Spurður út í rauða spjaldið sem Eiður Aron, fyrirliði liðsins, fékk í seinni hálfleik segist Hermann ekki hafa séð hvað gerðist. „Nei, ég sá þetta svosem ekki og átta mig ekkert á því. En þetta er eitthvað uppsafnað bara, einhver pirringur. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig að það er erfitt að dæma um það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan ÍBV
Stjarnan tók á móti ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ fyrr í dag. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Stjörnunnar og einungis tíu leikmönnum inni á vellinum hjá ÍBV. Mörk Stjörnunnar skoruðu Björn Berg Bryde, Örvar Logi Örvarsson, Kjartan Már Kjartansson og Hilmar Árni Halldórsson.Þetta var fyrsti leikur Jökuls Elísabetarsonar sem aðalþjálfari liðsins. Hann tekur við starfinu eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara frá Stjörnunni fyrr í vikunni, en Jökull hafði starfað sem aðstoðarmaður hans síðan Ágúst tók við liðinu haustið 2021. Nýtilkominn kraftur í Stjörnumönnum Stjörnumenn byrjuðu þennan leik af mikilli ákefð og voru mjög hættulegir fyrstu mínúturnar. Það virtist vera einhver nýtilkominn eldmóður í Stjörnumönnum, en liðið hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína síðustu vikur. Fyrsta mark heimamanna kom eftir aðeins nokkurra mínútna leik. Stjarnan hafði þá sótt að marki ÍBV og uppskáru hornspyrnu sem Guðmundur Baldvin Nökkvason tók. Hann sendir háan bolta inn á miðjan teiginn og Björn Berg Bryde, einn og óvaldaður, rís þar hæstur allra manna og stangar boltann í markið. Stjarnan hélt áfram að sækja að marki ÍBV allan fyrri hálfleikinn, komust í mörg góð færi og skoruðu tvö mörk til viðbótar, en þau voru bæði dæmd ógild vegna rangstöðu. Eyjamenn voru heldur ólíkir sjálfum sér, sköpuðu lítið af færum og töpuðu mikið af návígum inni á miðjunni. Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Stjarnan með verðskuldaða forystu. Markahríð í seinni hálfleik Stjörnumenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og ógnuðu marki ÍBV trekk í trekk. Það var svo á sextugustu mínútu leiksins sem Örvar Logi stækkaði forystu heimamanna. Eftir gott spil upp hægri vænginn gaf Guðmundur Kristjánsson boltann yfir á fjærstöngina þar sem Örvar mætir á fleygiferð og þrumar boltanum í netið. Þriðja mark leiksins kom frá Kjartani Má Kjartanssyni. Ísak Andri gerði vel þar í að vinna boltann af Elvis Okello, varnarmanni ÍBV. Hann vinnur boltann af Elvis við hornfánann, hleypur meðfram endalínunni og leggur boltann svo út á Kjartan sem potar honum yfir línuna. Eiður Aron sendur í sturtu Fljótlega eftir þriðja markið fær Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, gult spjald fyrir brot á miðsvæðinu en fyrirliðinn var sjáanlega pirraður að vera lentur þremur mörkum undir. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Eiður að líta sitt annað gula spjald, þá fyrir brot á Hilmari Árna inni í vítateig ÍBV. Boltinn var hvergi nálægt þeim þegar brotið átti sér stað og Eiður ákveður að taka pirringinn út á Hilmari með því að sparka í hann. Dómari leiksins virtist ekki sjá þetta í fyrstu en aðstoðarmaður hans var vakandi á verðinum og dæmdi réttilega vítaspyrnu og rautt spjald á Eið Aron. Hilmar Árni fer sjálfur á punktinn og skorar af miklu öryggi. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn mættu einfaldlega miklu grimmari til leiks í dag. Strax frá fyrstu mínútu sá maður eldmóð og ákefð í liðinu sem hefur vantað hingað til. Markaskorun hefur ekki verið vandamál og var það ekki í dag, en varnarleikur liðsins það sem af er tímabili hefur verið brothættur. En vörnin hélt vel í dag, þeirra fyrsta hreina lak í deildinni. Hverjir stóðu upp úr? Öll varnarlína liðsins á hrós skilið fyrir sína frammistöðu. En menn leiksins voru djúpu miðjumenn Stjörnunnar, Eggert Aron og Guðmundur Baldvin, þeir stýrðu öllu uppspili Stjörnunnar, unnu varnarvinnuna sína vel og voru mjög fastir fyrir gegn Eyjamönnum. Hvað gekk illa? Það gekk allt eins og í sögu hjá Stjörnunni. En þetta var líkara martröð hjá ÍBV, liðið var mjög ólíkt sjálfu sér, tapaði mikið af návígum og fengu á sig ódýr mörk. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti FH í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 20. maí en Stjarnan fær Fylkismenn í heimsókn degi síðar, mánudaginn 22. maí. „Geggjað að geta gefið stuðningsmönnum það sem þeir eiga skilið“ Jökull Elísabetarson [fyrir miðju] var töluvert brosmildari en Hermann eftir leikinn og þakkar stuðningsmönnum liðsins fyrir þeirra framlag.Vísir/Hulda Margrét „Jájá, þetta var bara frábært og geggjað að geta gefið stuðningsmönnum það sem þeir eiga skilið eftir allan stuðninginn. Það var helvíti margt jákvætt í dag.“Jökull sagði fyrir leik að leikskipulag liðsins héldist að mestu leyti óbreytt en áherslan væri lögð á að gera hlutina af meiri ákefð en áður.„Mér fannst það ganga mjög vel, við leituðum í gömul fræði sem allir þekkja, það er bara að hækka tempóið og vera aggressívari. Mér fannst við gera það að öllu leyti og náðum mjög góðum tökum á leiknum eftir því sem leið á.“Jökull setti sinn svip á liðið með breytingum á miðsvæðinu. Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði liðsins, færði sig niður í bakvörð og Jóhann Árni var geymdur á bekknum. Eggert Aron og Guðmundur Baldvin spiluðu á miðjunni í þeirra stað.„Þeir stóðu sig frábærlega, Róbert Frosti var stórkostlegur, Hilmar Árni kemur frábær inn og mér fannst bara allir standa sig vel.“Í stöðunni 3-0 gerir Jökull heldur sóknarsinnaða breytingu. Framherjarnir Joey Gibbs og Emil Atlason komu inn á. Emil Atlason var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa slitið krossband síðasta sumar.„Það er frábært, stórt fyrir okkur að fá fólk til baka og líka gott að fá Joey inn. Gaman að sjá þá saman líka, það er það sem við höfum alltaf verið spenntir að sjá. En nei auðvitað erum við ekki saddir, hefðum getað bætt við og þá vill maður bara meira. Ef við getum unnið 5-0 þá vil ég vinna 5-0“ „Vorum ekki nógu aggressívir með boltann og það skilaði sér“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega niðurlútur eftir úrslit dagsins en hann sá þó einhverjar jákvæðar hliðar á leik liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét „Já kannski á endanum [var þetta sanngjörn niðurstaða], en í stöðunni 1-0 erum við aðeins að þrýsta á þá. En í heildina, þó það sé asnalegt að segja það, var ég ánægður með hvernig við notum boltann aðeins betur og náum að koma okkur úr pressu aðstæðum oftar en við höfum verið að gera. En svo þegar komið er hærra á völlinn notum við boltann illa og bara vildum þetta ekki nógu mikið. Vorum ekki nógu aggressívir með boltann og það skilaði sér.“ Spilamennska ÍBV var ólík því sem sést hefur frá liðinu hingað til á tímabilinu. Það er spurning hvað veldur því. „Já það er bara erfitt að setja puttann á það, þetta fyrsta mark er náttúrulega alveg glatað, svifbolti inn í teig og það ræðst enginn á hann. Það er bara grátlegt, ódýrt og skelfilegt að fá svona ódýrt mark á sig. Svo í kjölfarið erum við aðeins með boltann, meira en vanalega, en það vantaði allt aggressíon með boltann. Ég veit ekki afhverju það slökknar á okkur þegar við erum meira með boltann. Þetta er eitthvað sem ég skil ekki.“ Spurður út í rauða spjaldið sem Eiður Aron, fyrirliði liðsins, fékk í seinni hálfleik segist Hermann ekki hafa séð hvað gerðist. „Nei, ég sá þetta svosem ekki og átta mig ekkert á því. En þetta er eitthvað uppsafnað bara, einhver pirringur. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig að það er erfitt að dæma um það.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti