Viðskipti innlent

Bregðast við af­námi þriggja ára bindingar á verð­tryggðum sparnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu segir að um sé að ræða fyrsta sparnaðarreikning sinnar tegundar hér á landi.
Í tilkynningu segir að um sé að ræða fyrsta sparnaðarreikning sinnar tegundar hér á landi. Vísir/Vilhelm

Arion banki hefur kynnt nýja sparnaðarleið á verðtryggðum sparnaði þar sem binding er styttur úr þremur árum í níutíu daga.

Í tilkynningu frá Arion kemur fram að lög hafi hingað til kveðið á um þriggja ára bindingu á slíkum sparnaði. Breytingar á umræddum lögum, sem taka gildi um næstu mánaðamót, fela hins vegar sér að verðtryggð innlán þurfi ekki lengur að vera bundin í þrjú ár.

Fram kemur að þetta sé fyrsti sparnaðarreikningur sinnar tegundar hér á landi.

„Síðustu 12 mánuði hefur verðbólga mælst 9,9%. Því hefur reynst erfitt að fá vexti á sparnað sem halda í við verðbólgu, án þess að festa sparnaðinn í þrjú ár. Með því að leggja inn á þennan nýja verðtryggða sparnaðarreikning Arion banka heldur sparifé betur verðgildi sínu þar sem innistæðan hækkar eða lækkar í takti við verðbólgu. Auk verðtryggingar ber reikningurinn 0,10% vexti,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×