Færri komast að en vilja á stórleik kvöldsins: „Þetta er lykilleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 14:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Það er von á hörkuleik í kvöld þegar að Afturelding tekur á móti Haukum í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Olís deild karla. Staðan er jöfn í einvíginu fyrir leik kvöldsins og ljóst að færri munu komast að en vilja í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Fyrstu tveir leikirnir í rimmu þessara liða hafa boðið upp á mikla spennu og skemmtun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir að það sama verði upp á teningnum í þriðja leik liðanna í kvöld. „Ég á von á því að þetta verði svipaður leikur og við höfum verið að sjá í fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. „Þetta eru hörkuleikir sem hafa boðið upp á mikla sveiflu, það verður ekkert annað upp á teningnum í kvöld.“ Einvígi sem býður upp á allt Annar leikur liðanna, sem fór fram á Ásvöllum, bauð upp á mikla dramatík undir lokin er Haukar tryggðu sér sigur í þeim leik með flautumarki. Lið Aftureldingar fannst hins vegar á sér brotið í aðdraganda marksins og má sjá á myndbandsupptökum frá leiknum að dómarar hans gerðu klár mistök. Gunnar hefur sagt að svona hlutir, dómaramistök, séu hluti af leiknum og vill hann ekki velta sér of mikið upp úr því sem átti sér stað í öðrum leik liðanna. „Þessi úrslitakeppni hefur boðið upp á allt sem hægt er að bjóða upp á og verið mikil skemmtun. Auðvitað vilja allir að þetta ráðist ekki á einhverjum dómaramistökum en það er bara áfram gakk. Næsti leikur tekur bara við og vonandi læra menn af þessu og við höldum bara áfram.“ Fókusinn inn á við En hver verður nálgun Aftureldingar á leik kvöldsins? „Það sem við reynum fyrst og fremst að gera er að horfa inn á við. Horfum á þá hluti sem við gætum bætt í okkar leik á milli leikja. Að mínu mati er enn þá töluvert sem við getum bætt á skömmum tíma og á það höfum við einblínt þessa daga milli leikja. Að finna hluti sem við getum bætt og við ætlum að reyna ná fram betri frammistöðu í kvöld heldur en hefur verið raunin í síðustu leikjum.“ Það hefur ekki verið gefin tomma eftir í leikjum Aftureldingar og Hauka til þessaVísir/Hulda Margrét Stöðugleiki einkennir standið á leikmannahópi Aftureldingar þessa dagana, eitthvað sem hjálpar þjálfara liðsins þessa strembnu daga sem úrslitakeppnin býður upp á. „Það er bara óbreytt staða hjá okkur,“ segir Gunnar aðspurður um standið á leikmannahópi Aftureldingar. „Við náum að tefla fram sama liði og í síðustu leikjum. Þetta er lykilleikur í kvöld, staðan er 1-1 í einvíginu og alveg ljóst að það lið sem vinnur í kvöld kemur sér í kjörstöðu.“ Árshátíð handboltans Búast má við mikilli stemningu á pöllunum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld. „Ég á von á troðfullu húsi, það munu færri komast að en vilja. Hér hefur verið skipulögð mikil upphitun meðal stuðningsmanna liðsins fyrir leik, algjör hátíð og það verður uppselt í kvöld.“ Stuðningsmenn beggja liða munu fjölmenn á leik kvöldsins. Hér má sjá stuðningsmenn Aftureldingar fyrr í einvíginuVísir/Hulda Margrét Um eins konar árshátíð handboltans sé að ræða þegar komið er að þessum loka einvígjum úrslitakeppninnar. „Þetta er mikil veisla og gaman að taka þátt í þessu, einnig fyrir þá sem standa nærri liðunum. Ég veit að núna eru menn að setja upp palla í íþróttahúsinu til þess að fleiri geti sótt leikinn. Þriðji leikur Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildar karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Mosfellsbæ hefst klukkan 19:00. Eftir leik tekur síðan Seinni bylgjan við og kryfur hann til mergjar. Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. 9. maí 2023 23:30 Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. 10. maí 2023 15:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Fyrstu tveir leikirnir í rimmu þessara liða hafa boðið upp á mikla spennu og skemmtun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir að það sama verði upp á teningnum í þriðja leik liðanna í kvöld. „Ég á von á því að þetta verði svipaður leikur og við höfum verið að sjá í fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. „Þetta eru hörkuleikir sem hafa boðið upp á mikla sveiflu, það verður ekkert annað upp á teningnum í kvöld.“ Einvígi sem býður upp á allt Annar leikur liðanna, sem fór fram á Ásvöllum, bauð upp á mikla dramatík undir lokin er Haukar tryggðu sér sigur í þeim leik með flautumarki. Lið Aftureldingar fannst hins vegar á sér brotið í aðdraganda marksins og má sjá á myndbandsupptökum frá leiknum að dómarar hans gerðu klár mistök. Gunnar hefur sagt að svona hlutir, dómaramistök, séu hluti af leiknum og vill hann ekki velta sér of mikið upp úr því sem átti sér stað í öðrum leik liðanna. „Þessi úrslitakeppni hefur boðið upp á allt sem hægt er að bjóða upp á og verið mikil skemmtun. Auðvitað vilja allir að þetta ráðist ekki á einhverjum dómaramistökum en það er bara áfram gakk. Næsti leikur tekur bara við og vonandi læra menn af þessu og við höldum bara áfram.“ Fókusinn inn á við En hver verður nálgun Aftureldingar á leik kvöldsins? „Það sem við reynum fyrst og fremst að gera er að horfa inn á við. Horfum á þá hluti sem við gætum bætt í okkar leik á milli leikja. Að mínu mati er enn þá töluvert sem við getum bætt á skömmum tíma og á það höfum við einblínt þessa daga milli leikja. Að finna hluti sem við getum bætt og við ætlum að reyna ná fram betri frammistöðu í kvöld heldur en hefur verið raunin í síðustu leikjum.“ Það hefur ekki verið gefin tomma eftir í leikjum Aftureldingar og Hauka til þessaVísir/Hulda Margrét Stöðugleiki einkennir standið á leikmannahópi Aftureldingar þessa dagana, eitthvað sem hjálpar þjálfara liðsins þessa strembnu daga sem úrslitakeppnin býður upp á. „Það er bara óbreytt staða hjá okkur,“ segir Gunnar aðspurður um standið á leikmannahópi Aftureldingar. „Við náum að tefla fram sama liði og í síðustu leikjum. Þetta er lykilleikur í kvöld, staðan er 1-1 í einvíginu og alveg ljóst að það lið sem vinnur í kvöld kemur sér í kjörstöðu.“ Árshátíð handboltans Búast má við mikilli stemningu á pöllunum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld. „Ég á von á troðfullu húsi, það munu færri komast að en vilja. Hér hefur verið skipulögð mikil upphitun meðal stuðningsmanna liðsins fyrir leik, algjör hátíð og það verður uppselt í kvöld.“ Stuðningsmenn beggja liða munu fjölmenn á leik kvöldsins. Hér má sjá stuðningsmenn Aftureldingar fyrr í einvíginuVísir/Hulda Margrét Um eins konar árshátíð handboltans sé að ræða þegar komið er að þessum loka einvígjum úrslitakeppninnar. „Þetta er mikil veisla og gaman að taka þátt í þessu, einnig fyrir þá sem standa nærri liðunum. Ég veit að núna eru menn að setja upp palla í íþróttahúsinu til þess að fleiri geti sótt leikinn. Þriðji leikur Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildar karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Mosfellsbæ hefst klukkan 19:00. Eftir leik tekur síðan Seinni bylgjan við og kryfur hann til mergjar.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. 9. maí 2023 23:30 Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. 10. maí 2023 15:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15
Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. 9. maí 2023 23:30
Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. 10. maí 2023 15:01