Stórkostlegar fréttir fyrir AC Milan rétt fyrir stórleik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 17:01 Hinn öskufljóti Rafael Leao hefur skorað rúman tug marka í ítölsku A-deildinni tvö tímabil í röð. Getty/Fabrizio Carabelli Erkifjendurnir í AC Milan og Inter mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en stuðningsmenn AC Milan hafa ástæðu til að gleðjast þó að leikurinn sé ekki hafinn. Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao, sem slegið hefur algjörlega í gegn síðustu misseri, hefur skrifað undir nýjan samning við Milan sem gildir til ársins 2028. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag. Leikur Mílanó-liðanna hefst klukkan 19 og ríkt hefur óvissa um þátttöku Leao í leiknum í kvöld vegna meiðsla. Hann æfði í gær og ætti í það minnsta að vera klár í slaginn á þriðjudaginn í næstu viku þegar seinni leikur liðanna fer fram. Leao, sem er 23 ára gamall, kom til AC Milan frá Lille í Frakklandi sumarið 2018. Hann hefur átt stóran þátt í að koma liðinu í undanúrslitin í Meistaradeildinni og var einnig í lykilhlutverki þegar Milan varð ítalskur meistari í fyrra, í fyrsta sinn í rúman áratug. Fyrri samningur Leao við Milan átti að renna út í júní á næsta ári en nú er ljóst að stórliðin sem hafa haft hann í sigti sínu þurfa að bíða eða greiða enn meira en ella ætli þau sér að reyna að fá leikmanninn. Leikur AC Milan og Inter er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst klukkan 19 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao, sem slegið hefur algjörlega í gegn síðustu misseri, hefur skrifað undir nýjan samning við Milan sem gildir til ársins 2028. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag. Leikur Mílanó-liðanna hefst klukkan 19 og ríkt hefur óvissa um þátttöku Leao í leiknum í kvöld vegna meiðsla. Hann æfði í gær og ætti í það minnsta að vera klár í slaginn á þriðjudaginn í næstu viku þegar seinni leikur liðanna fer fram. Leao, sem er 23 ára gamall, kom til AC Milan frá Lille í Frakklandi sumarið 2018. Hann hefur átt stóran þátt í að koma liðinu í undanúrslitin í Meistaradeildinni og var einnig í lykilhlutverki þegar Milan varð ítalskur meistari í fyrra, í fyrsta sinn í rúman áratug. Fyrri samningur Leao við Milan átti að renna út í júní á næsta ári en nú er ljóst að stórliðin sem hafa haft hann í sigti sínu þurfa að bíða eða greiða enn meira en ella ætli þau sér að reyna að fá leikmanninn. Leikur AC Milan og Inter er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst klukkan 19 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira