Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:12 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur. NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika; líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni er bent á að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir mjög líklegt að verið sé að stunda njósnir á Íslandi. „Það hefur verið aukning í tilkynningum hvað þetta varðar. Um erlenda ríkisborgara sem hafa komið hingað til lands og það eru fleiri mál núna í skoðun hvað þetta varðar heldur en hafa verið undanfarin ár.“ Þá erlendir ríkisborgarar sem eru að koma hingað til lands beinlínis til að stunda njósnir? „Já við erum með nokkur þannig mál í skoðun hjá okkur,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort grunur leiki á því að meintir njósnarar séu á vegum Rússa segist hann einungis geta staðfest að um erlenda ríkisborgara sé að ræða. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að mörg hundruð rússneskum sendiráðsmönnum hafi verið brottvísað frá Vesturlöndum vegna gruns um njósnir eða tenginga við ólöglega upplýsingaöflun. Þetta hafi skert hefðbundna getu Rússa til njósnastarfsemi í viðkomandi löndum og að rússnesk stjórnvöld séu reiðibúin að taka meiri áhættu við ólöglega upplýsingaöflun. Jafnvel að beita til þess ríkisborgurum annarra landa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jens Stoltenbeg framkvæmdastjóri NATO. Njósnirnar eru meðal annars sagðar geta beinst að pólitískum ákvörðunum er tengjast NATO.Getty Images/Dursun Aydemir Grunur leikur á um að njósnirnar hér á landi beinist að ýmsum hliðum samfélagsins. „Það eru helst ýmiss konar pólitískar ákvarðanir sem tengjast veru okkar til dæmis í NATO. Það eru ýmsar byggingar hér sem við rekum í NATO samstarfinu. Það getur verið þekking og rannsóknir, bæði hjá einkafyrirtækjum, stofnunum og í háskólasamfélaginu. Það eru ýmsar upplýsingar sem er verið að leita eftir.“ Runólfur segir þessi mál lenda á borði greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem setji þau svo eftir atvikum í rannsókn. Málin sem nú eru til skoðunar eru enn ekki komin á stig sakamálarannsóknar. Í skýrslunni segir að geta íslenskra stjórnvalda til að uppgötva og koma í veg fyrir njósnir takmarkaða. Rúnólfur telur að enduskoða megi úrræði til að mæta þeim og öðrum fjölþáttaógnum í ljósi stigvaxandi hættu. „Það er hægt að fara yfir löggjöfina, styrkja lagalegar heimildir, skoða hvaða stofnanir eru að sinna þessum málum og styrkja þær með auknu fjármagni, auknum mannskap og tækjabúnaði,“ segir Runólfur.
NATO Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira