Viðskipti innlent

Arion breytir vöxtum

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar

Arion banki hefur ákveðið að að lækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum sem bera breytilega vexti frá og með deginum í dag um 0,15 prósent og verða því 2,79 prósent. Þetta á við um lán sem þegar hafa verið veitt og ný útlán.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Þar segir að jafnframt hækki vextir gjaldeyrisreikninga og taki breytingarnar gildi samdægurs.

„Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar,“ segir á vef bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×