Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 21:00 Wilson Garcia, eftir minningarathöfn. AP/David J. Phillip Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50