Viðskipti innlent

Kristín tekur við fræðslu­stjórn og Elfa nýr deildar­stjóri vöru­merkis Ís­lands­banka

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristín Hildur (t.v.) tekur við starfi fræðslustjóra og Elfa (t.h.) er nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka.
Kristín Hildur (t.v.) tekur við starfi fræðslustjóra og Elfa (t.h.) er nýr deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka. Vísir

Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka. Greint var frá því í morgun að Björn Berg Gunnarsson, sem hefur starfað við bankann í sextán ár, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu, hafi látið af störfum.

Auk Kristínar hefur Elfa Arnardóttir verið ráðin deildarstjóri vörumerkis Íslandsbanka. Hún kemur til bankans frá Marel, þar sem hún hefur leitt alþjóðlega markaðsdeild innan sviðsins Retail & Food Service. Um árabil hefur Elfa starfað við markaðssetningu, vörumerkjastjórnun og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Nike og Lego Group.

Elfa er með bakkalárgráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskólanum í Árósum í Danmörku, með áherslu á nýsköpun og leiðtogahæfni.

Kristín Hildur hefur starfað hjá Íslandsbanka í eitt ár en áður leiddi hún vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar á einstaklingssviði bankans. Þar á undan starfaði hún hjá Deloitte á sviði viðskiptalausna og þar áður hjá fjarstýringu Eimskipa.

Kristín Hildur er með bakkalárgráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Auk þess er hún ein þriggja meðlima í Fortuna Invest, sem hefur það að markmiði að auk fræðslu á fjármálamarkaði. Því til viðbótar hefur hún lokið prófi í verðbréfaréttindum. 


Tengdar fréttir

Björn Berg hættir hjá Íslandsbanka

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, er hættur störfum fyrir bankann. Hann hefur starfað fyrir bankann í sextán ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×