40 þúsund dósir á dag hjá Dósaseli í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 21:03 Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels, sem hrósar vinnustaðnum og hún ætlar sér að vinna þar í mörg ár í viðbót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil og merkileg starfsemi fer fram í Dósaseli í Reykjanesbæ, sem er verndaður vinnustaður. Þar tekur starfsfólkið á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi en flokkunarvélar sjá um að umbúðirnar fari á rétta staði. Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+ Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+
Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira