Íslendingaliðin töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 16:16 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks. FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira