MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2023 09:00 Starfsemi MÍR liggur nú í dvala eftir að aðalfundur félagsins samþykkti að hætta rekstri þess í þáverandi mynd í fyrra. Unnið er að stofnun styrktarsjóðs í staðinn. Vísir/Vilhelm Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, var stofnað af íslenskum menntamönnum og verkalýðsleiðtogum sem voru hallir undir Sovétríkin á upphafsárum kalda stríðsins árið 1950. Félagið hét þá Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, skammstafað MÍR sem þýðir bæðir „friður“ og „heimur“ á rússnesku. Nóbelsskáldið Halldór Laxness var fyrsti forseti félagsins og Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, varaforseti. Helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins var Kristinn E. Andrésson, útgefandi og þingmaður Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins. Markmiðið með félagsskapnum var að skapa menningartengsl milli þjóðanna, meðal annars með því að afla heimilda frá Sovétríkjunum, útvega kvikmyndir, bækur og tímarit, kynna Íslendingum menningu, vísindi og þjóðfélagshætti Sovétþjóðanna, gangast fyrir fræðsluerindum og greiða fyrir ferðalögum þangað. Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Til stendur að selja húsnæðið.Vísir/Vilhelm Félaginu ofviða að reka stóra fasteign Hvorki innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 né fall þeirra árið 1991 stöðvaði starfsemi MÍR jafnvel þó að raddir um það hafi heyrst innan þess á þeim tíma. Dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur af félagsgjöldum undanfarin ár varð hins vegar á endanum til þess að samþykkt var samhljóða að hætta rekstri þess í þáverandi mynd á aðalfundi í júní í fyrra. Samhliða var ákveðið að færa allar eignir félagsins í sjálfseignarstofnunina Menningarsjóðinn MÍR og selja húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Ágóðinn af sölunni á að mynda stofnfé sjóðs sem er ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengist menningu og sögu Rússlands. Einar Bragason, formaður stjórnar MÍR, segir félagið hafa verið nokkuð stórt og öflugt á sínum tíma. Þegar mest lét voru félagar vel á annað þúsund en nú eru þeir innan við hundrað. „Það hefur fækkað mjög í félaginu. Það er orðinn lítill áhugi á því sem við erum að reyna að gera. Það er algerlega tilhæfulaust að hanga á þessari fasteign og reka hana út á ekki neitt raunverulega. Ég held að þetta sé bara í samræmi við breytta tíma. Að reka svona stóra fasteign er bara félaginu ofviða,“ segir Einar. Kostnaður við að halda húsnæðinu gangandi hafi farið hækkandi og félagsgjöld standi ekki undir nokkrum sköpuðum hlut. Brösulega hafi gengið að leigja húsnæðið út. Stjórn MÍR. Einar Bragason, formaður, situr við enda borðsins.MÍR Gestirnir stundum teljandi á fingrum annarrar handar MÍR hélt úti vikulegum kvikmyndasýningum og reglulegum upplestrarkvöldum. Um árabil hélt það kaffi- og kökuboð á verkalýðsdaginn 1. maí. Undir það síðasta voru gestir á kvikmyndasýningum allt frá þremur til sjö talsins, að sögn Einars. Stærri viðburðir hafi verið af skornum skammti undanfarin ár. Allt starf félagsins var unnið í sjálfboðavinnu og segir Einar að þau hafi verið orðin fá sem sinntu því. „Það bara helgast af því að það er heilmikil vinna sem maður hefur bara ekki tíma eða krafta í,“ segir hann. Ætlunin er þó ekki að hætta rekstri félagsins alfarið. Kaupa á lítið húsnæði undir eigur félagsins og minni samkomur. Þó að félagið hafi gefið stórt kvikmyndafilmusafn sitt Kvikmyndasafni Íslands á það enn nokkuð öflugt bókasafn auk ýmissa rússneskra listmuna. Stjórnmál annað en menning Breytt starfsemi MÍR var samþykkt aðeins fjórum mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Einar segir innrásina ekki hafa átt beinan þátt í þeirri ákvörðun að hætta rekstri MÍR í fyrri mynd. Ýmsir haldi að MÍR sé pólitískt félag en svo sé ekki. „Það voru í sjálfu sér ekki rök í þessu máli. Það var búið að ræða þetta innan félagsins í dálítinn tíma. Þetta er bara okkar leið að koma peningunum í sjóð og þá geta menn sótt um styrki til menningartengdra hluta. Því við ætlum nú ekki að fara að skilja við rúsneska menningu þó að það séu snargeðveikir menn við stjórn þarna núna. Stjórnmál eru annað en menning. Hún getur lifað þó að við séum ekki að blanda okkur í þessa pólitík þarna,“ segir hann. Rússneska sendiráðið sleit samskiptum við MÍR fyrir nokkrum árum en eftir sendiherraskipti þar var reynt að lappa upp á tengslin.Vísir/Vilhelm Sendiherrann sleit samskiptum vegna öryggisgæslu fyrir fána Samskipti MÍR við rússneska sendiráðið á Íslandi voru engin orðin áður en til innrásarinnar kom. Sendiráðið hafði í gegnum tíðina meðal annars aðstoðað við að fá gesti á viðburði og tekið þátt í uppákomum á þess vegum. Anton Vasiliev, þáverandi sendiherra, sleit samskiptunum sjálfur um tveimur árum áður. Einar nefnir í því samhengi uppákomu í tengslum við hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Hermenn Rauða hersins veifa sovéska fánanum af þaki þýska Ríkisdagsins í Berlín 30. apríl 1945. Fánann vildi þáverandi sendiherra Rússlands að MÍR hefði til sýningar með öryggisgæslu.Vísir/Getty Vasiliev hafi þá viljað að MÍR hefði í salakynnum sínum sovéskan fána sem liðsmenn Rauða hersins drógu að húni á þýska þinghúsinu í Berlín þegar þeir náðu borginni á sitt vald árið 1945. Sendiherrann hafi ætlast til þess að félagið keypti öryggisgæslu fyrir þær merku stríðsminjar. Stjórn MÍR sagðist hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess. „Þetta fór óskaplega illa í hann. Ég held að hann hafi haldið að við sætum á einhverjum digrum sjóðum sem var alls ekki til að dreifa. Við höfðum enga möguleika á því að kosta svona og sögðum það bara skýrt. Hann var ekki tilbúinn að skilja það. Eftir það var bara alveg slit,“ segir Einar. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í.“ Núverandi sendiherra hafi síðan reynt að koma á tengslum aftur með milligöngu Íslendings. „Þá vantar náttúrulega vini. Þeir finna alveg og sjá að við erum nú ekki hrifin af þessu brölti þeirra í Úkraínu Íslendingar almennt,“ segir Einar. Rússland Menning Félagasamtök Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira
MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, var stofnað af íslenskum menntamönnum og verkalýðsleiðtogum sem voru hallir undir Sovétríkin á upphafsárum kalda stríðsins árið 1950. Félagið hét þá Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, skammstafað MÍR sem þýðir bæðir „friður“ og „heimur“ á rússnesku. Nóbelsskáldið Halldór Laxness var fyrsti forseti félagsins og Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, varaforseti. Helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins var Kristinn E. Andrésson, útgefandi og þingmaður Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins. Markmiðið með félagsskapnum var að skapa menningartengsl milli þjóðanna, meðal annars með því að afla heimilda frá Sovétríkjunum, útvega kvikmyndir, bækur og tímarit, kynna Íslendingum menningu, vísindi og þjóðfélagshætti Sovétþjóðanna, gangast fyrir fræðsluerindum og greiða fyrir ferðalögum þangað. Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Til stendur að selja húsnæðið.Vísir/Vilhelm Félaginu ofviða að reka stóra fasteign Hvorki innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 né fall þeirra árið 1991 stöðvaði starfsemi MÍR jafnvel þó að raddir um það hafi heyrst innan þess á þeim tíma. Dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur af félagsgjöldum undanfarin ár varð hins vegar á endanum til þess að samþykkt var samhljóða að hætta rekstri þess í þáverandi mynd á aðalfundi í júní í fyrra. Samhliða var ákveðið að færa allar eignir félagsins í sjálfseignarstofnunina Menningarsjóðinn MÍR og selja húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Ágóðinn af sölunni á að mynda stofnfé sjóðs sem er ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengist menningu og sögu Rússlands. Einar Bragason, formaður stjórnar MÍR, segir félagið hafa verið nokkuð stórt og öflugt á sínum tíma. Þegar mest lét voru félagar vel á annað þúsund en nú eru þeir innan við hundrað. „Það hefur fækkað mjög í félaginu. Það er orðinn lítill áhugi á því sem við erum að reyna að gera. Það er algerlega tilhæfulaust að hanga á þessari fasteign og reka hana út á ekki neitt raunverulega. Ég held að þetta sé bara í samræmi við breytta tíma. Að reka svona stóra fasteign er bara félaginu ofviða,“ segir Einar. Kostnaður við að halda húsnæðinu gangandi hafi farið hækkandi og félagsgjöld standi ekki undir nokkrum sköpuðum hlut. Brösulega hafi gengið að leigja húsnæðið út. Stjórn MÍR. Einar Bragason, formaður, situr við enda borðsins.MÍR Gestirnir stundum teljandi á fingrum annarrar handar MÍR hélt úti vikulegum kvikmyndasýningum og reglulegum upplestrarkvöldum. Um árabil hélt það kaffi- og kökuboð á verkalýðsdaginn 1. maí. Undir það síðasta voru gestir á kvikmyndasýningum allt frá þremur til sjö talsins, að sögn Einars. Stærri viðburðir hafi verið af skornum skammti undanfarin ár. Allt starf félagsins var unnið í sjálfboðavinnu og segir Einar að þau hafi verið orðin fá sem sinntu því. „Það bara helgast af því að það er heilmikil vinna sem maður hefur bara ekki tíma eða krafta í,“ segir hann. Ætlunin er þó ekki að hætta rekstri félagsins alfarið. Kaupa á lítið húsnæði undir eigur félagsins og minni samkomur. Þó að félagið hafi gefið stórt kvikmyndafilmusafn sitt Kvikmyndasafni Íslands á það enn nokkuð öflugt bókasafn auk ýmissa rússneskra listmuna. Stjórnmál annað en menning Breytt starfsemi MÍR var samþykkt aðeins fjórum mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Einar segir innrásina ekki hafa átt beinan þátt í þeirri ákvörðun að hætta rekstri MÍR í fyrri mynd. Ýmsir haldi að MÍR sé pólitískt félag en svo sé ekki. „Það voru í sjálfu sér ekki rök í þessu máli. Það var búið að ræða þetta innan félagsins í dálítinn tíma. Þetta er bara okkar leið að koma peningunum í sjóð og þá geta menn sótt um styrki til menningartengdra hluta. Því við ætlum nú ekki að fara að skilja við rúsneska menningu þó að það séu snargeðveikir menn við stjórn þarna núna. Stjórnmál eru annað en menning. Hún getur lifað þó að við séum ekki að blanda okkur í þessa pólitík þarna,“ segir hann. Rússneska sendiráðið sleit samskiptum við MÍR fyrir nokkrum árum en eftir sendiherraskipti þar var reynt að lappa upp á tengslin.Vísir/Vilhelm Sendiherrann sleit samskiptum vegna öryggisgæslu fyrir fána Samskipti MÍR við rússneska sendiráðið á Íslandi voru engin orðin áður en til innrásarinnar kom. Sendiráðið hafði í gegnum tíðina meðal annars aðstoðað við að fá gesti á viðburði og tekið þátt í uppákomum á þess vegum. Anton Vasiliev, þáverandi sendiherra, sleit samskiptunum sjálfur um tveimur árum áður. Einar nefnir í því samhengi uppákomu í tengslum við hátíðarhöld vegna 75 ára afmælis loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Hermenn Rauða hersins veifa sovéska fánanum af þaki þýska Ríkisdagsins í Berlín 30. apríl 1945. Fánann vildi þáverandi sendiherra Rússlands að MÍR hefði til sýningar með öryggisgæslu.Vísir/Getty Vasiliev hafi þá viljað að MÍR hefði í salakynnum sínum sovéskan fána sem liðsmenn Rauða hersins drógu að húni á þýska þinghúsinu í Berlín þegar þeir náðu borginni á sitt vald árið 1945. Sendiherrann hafi ætlast til þess að félagið keypti öryggisgæslu fyrir þær merku stríðsminjar. Stjórn MÍR sagðist hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess. „Þetta fór óskaplega illa í hann. Ég held að hann hafi haldið að við sætum á einhverjum digrum sjóðum sem var alls ekki til að dreifa. Við höfðum enga möguleika á því að kosta svona og sögðum það bara skýrt. Hann var ekki tilbúinn að skilja það. Eftir það var bara alveg slit,“ segir Einar. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í.“ Núverandi sendiherra hafi síðan reynt að koma á tengslum aftur með milligöngu Íslendings. „Þá vantar náttúrulega vini. Þeir finna alveg og sjá að við erum nú ekki hrifin af þessu brölti þeirra í Úkraínu Íslendingar almennt,“ segir Einar.
Rússland Menning Félagasamtök Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira