Erlent

Kirkjan á Eng­landi minnir á að Jesús var ein­hleypur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Altaristafla í Friars Minor-kirkjunni í Genóa á Ítalíu. Máluð af Joos van Cleve árið 1520.
Altaristafla í Friars Minor-kirkjunni í Genóa á Ítalíu. Máluð af Joos van Cleve árið 1520. Getty/DeAgostini

Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. 

Kemur þetta fram í skýrslu sem kölluð er Love Matters og kemur frá nefnd kirkjunnar um fjölskyldur og heimili. Hópurinn hefur verið starfræktur síðan árið 2021 og vinnur að því hvernig kirkjan geti aðstoðað fjölskyldur og heimili með kristnum gildum. 

Í skýrslunni er farið yfir ýmislegt, meðal annars mismunandi samsetningu sambanda og hjónabanda. Þá er sérstaklega bent á það að einhleypir séu ekki minna virði en þeir sem eru í hjónabandi. 

„Stundum hefur fólk ekki fundið rétta makann og stundum hefur skilnaður eða andlát orðið til þess að einhver missi maka sinn. Einhleypt fólk verður að vera mikilsmetið í hjörtum samfélagsins okkar. Það að Jesús var einhleypur ætti að tryggja það að Þjóðkirkjan á Englandi fangi þeim sem eru einhleypir og kann ekki verr við þá en þá sem eru í sambandi,“ segir í skýrslunni. 

Að mati nefndarinnar hefur kirkjan nú tækifæri til að endurhugsa sér samfélag þar sem allar fjölskyldur og allar tegundir sambanda eru virt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×