Erlent

Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti

Samúel Karl Ólason skrifar
Líkan af geimfarinu Hakuto-R. Starfsmenn Ispace misstu samband við geimfarið er það átti að lenda á fjarhlið tunglsins. Talið er að það hafi orðið eldsneytislaust og brotlent á tunglinu.
Líkan af geimfarinu Hakuto-R. Starfsmenn Ispace misstu samband við geimfarið er það átti að lenda á fjarhlið tunglsins. Talið er að það hafi orðið eldsneytislaust og brotlent á tunglinu. EPA/FRANCK ROBICHON

Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda.

Vonast var til þess að Hakuto-R yrði fyrsta geimfarið í einkaeigu til að lenda á tunglinu. Til stendur að lenda öðrum geimförum á tunglinu á næsta ári og árið 2025.

Geimfarinu var skotið á loft í desember frá Flórída í Bandaríkjunum og var notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Geimfarið átti að lenda á tunglinu í gær. Allt var með felldu þegar geimfarið fór til lendingar og Japanar misstu samband við það.

Þá var geimfarið í um níutíu metra hæð og á 33 kílómetra hraða þegar sambandið slitnaði, samkvæmt frétt SpaceFlightNow.

Takeshi Hakamada, forstjóri Ispace, sagði á blaðamannafundi að ekki liggi fyrir á hve miklum hraða geimfarið var þegar það brotlenti og ástand þess liggi ekki fyrir, þar sem samband hafi aldrei náðst við það aftur, samkvæmt frétt Japan Times.

Áhugsamir geta kynnt sér Hakuto-R frekar með myndabndinu hér að neðan.

Um borð í Hakuto-R var meðal annars lendingarfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem kallast Rashid. Hann átti að nota til að rannsaka nánasta umhverfi Hakuto-R og miðla upplýsingum aftur til jarðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×