Forseti UEFA vill setja launaþak í evrópskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 20:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Gualter Fatia - UEFA/UEFA via Getty Images Aleksander Ceferin, forseti evrópska kanttspyrnusambandsins UEFA, vill koma á launaþaki í evrópskum fótbolta. Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum. UEFA Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum.
UEFA Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira