Barnabarnið kom grátandi er hundur varð ketti að bana í Vogum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 21:03 Guðrún Ósk Barðadóttir var vitni er hundur réðst á kött í Vogum á Vatsnleysuströnd. Vísir/Aðsend Hundur varð ketti að bana í Vogum á Vatsnleysuströnd í gær. Íbúi í Vogum sem tókst að koma kettinum undan hundinum segir að um sé að ræða skelfilegt óhapp. Hún biðlar til eiganda hunda að passa að hafa þá í bandi. „Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún. Vogar Hundar Kettir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún.
Vogar Hundar Kettir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira