Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 0-0 | Markalaust fyrir norðan Arnar Skúli Atlason skrifar 25. apríl 2023 20:57 Tindastóll og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í kvöld Vísir/Hulda Margrét Tindastóll og Keflavík gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Í kvöld hófst Besta deild kvenna með leik Tindastóls og Keflavíkur hérna á Sauðárkróksvelli. Tindastóll nýliðar í Bestu deildinni en Keflavík voru í deildinni í fyrra. Liðum er spáð svipuðu gengi í deildinni en Tindastól er spáð 9. sæti og Keflavík því 7. sæti. Leikurinn hófst af krafti og Dröfn Einarsdóttir slapp í gegn eftir 30 sekúndur en hún skaut yfir í ákjósanlegu marktækifæri. Svakalegur vorbragður og augljóslega sást að þetta var fyrsti leikur sumarsins, sendingar voru slakar og mikilar stöðu baráttur út um allan völl, hjá heimakonum í Tindastól var það Aldís sem var að skapa mesta urslan og hún bjó til fyrsta færi Tindastól með laglegri fyrirgjöf sem datt fyrir Hugrún Pálsdóttir sem skaut yfir marki. Hinum meginn kom besta færi Keflavíkur eftir hornspyrnu frá Söndru sem barst á fjærstöng þar sem Mikaela skóflaði boltanum yfir. Fleira markvert gerðist ekki í fyrrhálfleik því var staðan 0-0 þegar liðin gengu tilbúningherbergja. Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum, stöðubarátta og misheppnaðar sendingar. Dröfn komst næst því að skora fyrir Keflavík en Monica varð skot hennar. Hjá Tindastól var það Murielle sem var næst því að skora þegar hún sneri af sér varnarmann í teignum og skaut á markið og boltinn rétt framhjá. Leiknum leik án þess að fleira markvert gerðist og sanngjarnt 0-0 jafntefli staðreynd Hverjar stóðu upp úr? Það voru 2 leikmenn út sitthvoru liðinu sem voru menn leiksins, Bryndís og Gwendolyn stóðu vaktina i hjarta varnarinnar hjá Tindastóls og hinu meginn voru þarna Mikaela og Madison en þær pössuðu uppá að lið Tindastól Hvað gekk illa? Leikmönnum gekk illa að tengja sendingar fleiri en 5 sendingar í leiknum og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi, það var kalt og vindur og það hjálpaði heldur ekki. Hvað gerist næst? Keflavík fer í heimsókn á Akureyri og mætir Þór/KA 1 Maí en Tindastóll fær Breiðablik í heimsókn 2 Maí. Donni: Frábært veganesti inn í sumarið Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Mynd/Heimasíða Tindastóls „Við tökum stig, tökum það klárlega með okkur, og við erum ánægðar að halda hreinu á heimavelli og frábært veganesti inn í sumarið og halda hreinu í fyrsta leik það er bara mjög gott og ég er virkilega ánægður með það, baráttan og vinnuseminn var frábær í dag og við sköpuðum færi til í að vinna leikinn líka og mér fannst þetta heilt yfir nokkuð góður leikur hjá okkur. „Uppleggið hélt að mjög mörgu leyti, heilt yfir var þetta eðlilegur fyrsti leikur og hefði getað dottið með okkur, uppleggið er sjálfsögðu að vinna alla leiki en sjálfsögðu erum við að taka einn leik í einu“ Sagði Donni brattur eftir fyrstu stig sumarsins. Jonathan Glenn: Týpískur fyrsti leikur á tímabilinu Jonathan Glenn tók við Keflavík fyrir sumarið.Vísir/Bára „Þetta var týpískur fyrsti leikur á tímabilinu, mikil barátta, við þurufm að virða stigið, sterkt stig á útivelli á móti góðu liði, við vorum óheppnar að stela ekki öllum þremur stigunum.“ „Það var mjög mikilvægt að loka á þeirra hættulegustu leikmenn, við gerðum það frábærlega, ég man ekki eftir að þær áttu skot á markið, það var mjög vel gert, „Ég held að allir leikir séu erfiðir leikir og þetta mjög erfið deild, sérstaklega fyrir lið eins og okkur og við þurfum að vera tilbúnar og taka stöðuna leik frá leik“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll
Tindastóll og Keflavík gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Í kvöld hófst Besta deild kvenna með leik Tindastóls og Keflavíkur hérna á Sauðárkróksvelli. Tindastóll nýliðar í Bestu deildinni en Keflavík voru í deildinni í fyrra. Liðum er spáð svipuðu gengi í deildinni en Tindastól er spáð 9. sæti og Keflavík því 7. sæti. Leikurinn hófst af krafti og Dröfn Einarsdóttir slapp í gegn eftir 30 sekúndur en hún skaut yfir í ákjósanlegu marktækifæri. Svakalegur vorbragður og augljóslega sást að þetta var fyrsti leikur sumarsins, sendingar voru slakar og mikilar stöðu baráttur út um allan völl, hjá heimakonum í Tindastól var það Aldís sem var að skapa mesta urslan og hún bjó til fyrsta færi Tindastól með laglegri fyrirgjöf sem datt fyrir Hugrún Pálsdóttir sem skaut yfir marki. Hinum meginn kom besta færi Keflavíkur eftir hornspyrnu frá Söndru sem barst á fjærstöng þar sem Mikaela skóflaði boltanum yfir. Fleira markvert gerðist ekki í fyrrhálfleik því var staðan 0-0 þegar liðin gengu tilbúningherbergja. Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum, stöðubarátta og misheppnaðar sendingar. Dröfn komst næst því að skora fyrir Keflavík en Monica varð skot hennar. Hjá Tindastól var það Murielle sem var næst því að skora þegar hún sneri af sér varnarmann í teignum og skaut á markið og boltinn rétt framhjá. Leiknum leik án þess að fleira markvert gerðist og sanngjarnt 0-0 jafntefli staðreynd Hverjar stóðu upp úr? Það voru 2 leikmenn út sitthvoru liðinu sem voru menn leiksins, Bryndís og Gwendolyn stóðu vaktina i hjarta varnarinnar hjá Tindastóls og hinu meginn voru þarna Mikaela og Madison en þær pössuðu uppá að lið Tindastól Hvað gekk illa? Leikmönnum gekk illa að tengja sendingar fleiri en 5 sendingar í leiknum og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi, það var kalt og vindur og það hjálpaði heldur ekki. Hvað gerist næst? Keflavík fer í heimsókn á Akureyri og mætir Þór/KA 1 Maí en Tindastóll fær Breiðablik í heimsókn 2 Maí. Donni: Frábært veganesti inn í sumarið Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Mynd/Heimasíða Tindastóls „Við tökum stig, tökum það klárlega með okkur, og við erum ánægðar að halda hreinu á heimavelli og frábært veganesti inn í sumarið og halda hreinu í fyrsta leik það er bara mjög gott og ég er virkilega ánægður með það, baráttan og vinnuseminn var frábær í dag og við sköpuðum færi til í að vinna leikinn líka og mér fannst þetta heilt yfir nokkuð góður leikur hjá okkur. „Uppleggið hélt að mjög mörgu leyti, heilt yfir var þetta eðlilegur fyrsti leikur og hefði getað dottið með okkur, uppleggið er sjálfsögðu að vinna alla leiki en sjálfsögðu erum við að taka einn leik í einu“ Sagði Donni brattur eftir fyrstu stig sumarsins. Jonathan Glenn: Týpískur fyrsti leikur á tímabilinu Jonathan Glenn tók við Keflavík fyrir sumarið.Vísir/Bára „Þetta var týpískur fyrsti leikur á tímabilinu, mikil barátta, við þurufm að virða stigið, sterkt stig á útivelli á móti góðu liði, við vorum óheppnar að stela ekki öllum þremur stigunum.“ „Það var mjög mikilvægt að loka á þeirra hættulegustu leikmenn, við gerðum það frábærlega, ég man ekki eftir að þær áttu skot á markið, það var mjög vel gert, „Ég held að allir leikir séu erfiðir leikir og þetta mjög erfið deild, sérstaklega fyrir lið eins og okkur og við þurfum að vera tilbúnar og taka stöðuna leik frá leik“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti