Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 14:21 Áætlanir stjórnvalda kveða á um að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum en félagsmenn SI gera ráð fyrir gríðarlegum samdrætti í uppbyggingu næstu 12 mánuði. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira