Efna til „klórumyndasamkeppni” í tilefni af degi íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2023 13:06 Hestum finnst ótrúlega gott að láta klóra sér og því hefur Íslandsstofa efnt til „Klórumyndbandasamkeppni“ þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Christiane Slawik Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér. Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl. Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl.
Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira