Fótbolti

Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af víta­spyrnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selma Sól er mætt á toppinn í Noregi.
Selma Sól er mætt á toppinn í Noregi. Rosenborg

Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök.

Selma Sól lék allan leikinn í 3-0 útisigri Rosenborg á Åsane í dag. Gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma og skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks. Sigurinn aldrei í hættu og Rosenborg með fullt hús stiga á toppi norsku deildarinnar að loknum fjórum umferðum.

Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar í Vålerenga koma þar tveimur stigum á eftir en Vålerenga vann 4-1 sigur á Stabæk í dag. Liðið lenti þó óvænt undir en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur. Ingibjörg spilaði allan leikinn í öftustu línu.

Í Hollandi brenndi Willum Þór af vítaspyrnu þegar Go Ahead Eagles vann Waalwijk 3-2. Staðan var 2-1 þegar Willum Þór brenndi af spyrnunni undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jöfnuðu gestirnir en sem betur fer skoruðu GA Eagles sigurmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Willum Þór og félagar eru í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig að loknum 29 leikjum.

Að lokum kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum þegar Þýskalandsmeistarar Wolfsburg unnu 3-0 útisigur á Duisburg. 

Sigurinn lyftir Wolfsburg á topp deildarinnar með tveimur stigum minna en Íslendingalið Bayern München sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×