Innlent

Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jarðvinnuverktaki var þar að brjóta klöpp þegar þak hellisins gaf sig og stærðarinnar niðurfall birtist skyndilega.
Jarðvinnuverktaki var þar að brjóta klöpp þegar þak hellisins gaf sig og stærðarinnar niðurfall birtist skyndilega. Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar og var haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartökuna. 

„Jarðhitaútfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti,“ segir í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar. 

Talið er að hraunið sem hellirinn er í sé átta þúsund ára gamalt og hefur hellirinn verið einangraður frá yfirborði jarðar í þúsundir ára. Útfellingarnar mynduðust vegna viðvarandi jarðhita í hellinum. Er hellinum lokað til þess að koma í veg fyrir að þær verði fyrir óafturkræfu raski. 

„Meðan á lokuninni stendur getur Umhverfisstofnun veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast frekari könnun hans og rannsóknum á honum, en öll önnur umferð verður óheimil. Þá er stofnuninni heimilt að opna svæðið fyrr ef stofnunin metur sem svo að það sé fýsilegt og að ekki verði lengur talin hætta á skemmdum,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir

Halda hellinum á­fram lokuðum

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×