Var nær dauða en lífi en árásarmennirnir ganga lausir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2023 07:00 Árásin var framin í húsnæði við Vatnagarða í Reykjavík. Vísir/Bjarni Frelsissvipting og pyntingar tveggja manna á þeim þriðja sem ollu óhug í íslensku samfélagi voru ekki vegna skuldar, heldur var um rán að ræða. Mennirnir tveir, sem hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl, þekktu þolandann. Faðir brotaþola segir galið að mennirnir gangi lausir. Neðar í fréttinni er ljósmynd af áverkum mannsins sem lesendur eru varaðir við. Tveir menn voru handteknir í lok janúar vegna afar alvarlegrar líkamsárásar í Vatnagörðum í Reykjavík. Þeir eru grunaðir um að hafa frelsissvipt þriðja mann og pyntað hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð árásin yfir í á þriðju klukkustund og var þolandinn nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kröfðu árásarmennirnir þolandann ítrekað um á aðra milljón króna. Hann hafi þó ekki staðið í neins konar skuld við þá eða aðra þeim tengdum, heldur hafi verið um hreint rán að ræða. Árásarmennirnir festu árásina á filmu Lögregla hefur undir höndum upptökur af árásinni, og er hún meðal gagna í málinu. Um er að ræða upptöku úr síma árásarmannanna. Í greinargerð lögreglu um kröfu um gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum kom fram að maðurinn hefði verið bundinn við stól, barinn ítrekað, stunginn með stálröri, hnífi og broti úr spegli. Þá hafi báðar ristar hans verið brotnar með barefli. Hann hafi komist undan og náð að brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Hann hafi hins vegar verið eltur uppi og skellt í gegnum rúðuna. Þá hafi árásarmennirnir tekið eftir því að blæddi verulega úr slagæð á handlegg mannsins. Því næst hafi þeir skilið hann eftir með síma svo hann gæti hringt á aðstoð, en samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn afar hætt kominn þegar sjúkraflutningamenn bar að garði. Mennirnir voru upphaflega úrskurðaðir í héraðsdómi í gæsluvarðhald til tveggja vikna sem síðar var framlengt í fjórar vikur. Lögmenn þeirra kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem úrskurðaði árásarmönnunum í vil. Var þeim því sleppt og hafa gengið lausir í tvær vikur. Reyna að vinna rannsóknina hratt Í samtali við fréttastofu í byrjun apríl sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að rannsókn málsins miðaði vel. Ástæða þess að Landsréttur hefði látið mennina lausa úr gæsluvarðhaldi hafi verið sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegasti áverki þolandans, djúpur skurður á slagæð á handlegg - sem sjá má á mynd að neðan, hefði verið af völdum árásarmannanna eða vegna brotinnar rúðu sem þolandinn fór í gegnum. Að öðru leyti hefði hann engin viðbrögð við því að mennirnir gengju lausir. Unnið væri að því að koma málinu á ákærusvið lögreglunnar sem fyrst eftir páska. Gagnrýninn á Landsrétt Faðir mannsins sem varð fyrir árásinni, segir í samtali við fréttastofu að málið sé ömurlegt. Mennirnir hafi reynt að drepa son hans en Landsréttur ákveðið að sleppa þeim. Það séu mikil vonbrigði að dómarar við Landsrétt hafi aðeins horft til alvarlegasta áverkans, skurðarins á slagæð, við mat á hvort framlengja ætti gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þeir eru með ítarlegt vídeó af þessu öllu saman, gerendurnir tóku þetta allt upp. Við erum að tala um dúkahníf, speglabrot, hamar, belti og stálrör. Á meðan að þetta á sér stað er hann strappaður allsber í stól og tape-aður um andlitið, hann gat varla andað,“ segir faðirinn. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Hann bendir á að fyrst að árásarmennirnir gangi lausir gætu hann eða einhverjir fjölskyldumeðlimir rekist á árásarmennina á förnum vegi. Brotaþoli og annar árásarmanna æskuvinir „Sonur minn er fenginn til að koma í Vatnagarða þar sem einn árásarmannanna bjó. Þá er hann tekinn, negldur niður í stól og það var búið að undirbúa þetta. Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt. Þeir voru næstum búnir að drepa hann,“ segir hann. Annar árásarmannanna og brotaþoli hafi þekkst síðan þeir voru í grunnskóla í Garðabæ og verið æskuvinir, sem geri málið enn þungbærara en ella. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ segir faðirinn um tengsl sonar hans við árásarmennina. Hann óttast að þar sem búið sé að sleppa mönnunum verði málið grafið ofan í skúffu þar sem ekki sé lengur pressa á að afgreiða það, eins og verið hefði væru mennirnir í haldi. Hann vonast til þess að málið verði tekið fyrir áður en kemur að sumarfríi dómstólanna. Faðirinn telur ljóst að árásarmennirnir eigi þunga dóma yfir höfði sér, tvö til átta ár og segir að enginn ávinningur sé af því að mennirnir gangi lausir þangað til dómur yfir þeim verður kveðinn upp. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Dómstólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Neðar í fréttinni er ljósmynd af áverkum mannsins sem lesendur eru varaðir við. Tveir menn voru handteknir í lok janúar vegna afar alvarlegrar líkamsárásar í Vatnagörðum í Reykjavík. Þeir eru grunaðir um að hafa frelsissvipt þriðja mann og pyntað hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð árásin yfir í á þriðju klukkustund og var þolandinn nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kröfðu árásarmennirnir þolandann ítrekað um á aðra milljón króna. Hann hafi þó ekki staðið í neins konar skuld við þá eða aðra þeim tengdum, heldur hafi verið um hreint rán að ræða. Árásarmennirnir festu árásina á filmu Lögregla hefur undir höndum upptökur af árásinni, og er hún meðal gagna í málinu. Um er að ræða upptöku úr síma árásarmannanna. Í greinargerð lögreglu um kröfu um gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum kom fram að maðurinn hefði verið bundinn við stól, barinn ítrekað, stunginn með stálröri, hnífi og broti úr spegli. Þá hafi báðar ristar hans verið brotnar með barefli. Hann hafi komist undan og náð að brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Hann hafi hins vegar verið eltur uppi og skellt í gegnum rúðuna. Þá hafi árásarmennirnir tekið eftir því að blæddi verulega úr slagæð á handlegg mannsins. Því næst hafi þeir skilið hann eftir með síma svo hann gæti hringt á aðstoð, en samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn afar hætt kominn þegar sjúkraflutningamenn bar að garði. Mennirnir voru upphaflega úrskurðaðir í héraðsdómi í gæsluvarðhald til tveggja vikna sem síðar var framlengt í fjórar vikur. Lögmenn þeirra kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem úrskurðaði árásarmönnunum í vil. Var þeim því sleppt og hafa gengið lausir í tvær vikur. Reyna að vinna rannsóknina hratt Í samtali við fréttastofu í byrjun apríl sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að rannsókn málsins miðaði vel. Ástæða þess að Landsréttur hefði látið mennina lausa úr gæsluvarðhaldi hafi verið sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegasti áverki þolandans, djúpur skurður á slagæð á handlegg - sem sjá má á mynd að neðan, hefði verið af völdum árásarmannanna eða vegna brotinnar rúðu sem þolandinn fór í gegnum. Að öðru leyti hefði hann engin viðbrögð við því að mennirnir gengju lausir. Unnið væri að því að koma málinu á ákærusvið lögreglunnar sem fyrst eftir páska. Gagnrýninn á Landsrétt Faðir mannsins sem varð fyrir árásinni, segir í samtali við fréttastofu að málið sé ömurlegt. Mennirnir hafi reynt að drepa son hans en Landsréttur ákveðið að sleppa þeim. Það séu mikil vonbrigði að dómarar við Landsrétt hafi aðeins horft til alvarlegasta áverkans, skurðarins á slagæð, við mat á hvort framlengja ætti gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þeir eru með ítarlegt vídeó af þessu öllu saman, gerendurnir tóku þetta allt upp. Við erum að tala um dúkahníf, speglabrot, hamar, belti og stálrör. Á meðan að þetta á sér stað er hann strappaður allsber í stól og tape-aður um andlitið, hann gat varla andað,“ segir faðirinn. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Hann bendir á að fyrst að árásarmennirnir gangi lausir gætu hann eða einhverjir fjölskyldumeðlimir rekist á árásarmennina á förnum vegi. Brotaþoli og annar árásarmanna æskuvinir „Sonur minn er fenginn til að koma í Vatnagarða þar sem einn árásarmannanna bjó. Þá er hann tekinn, negldur niður í stól og það var búið að undirbúa þetta. Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt. Þeir voru næstum búnir að drepa hann,“ segir hann. Annar árásarmannanna og brotaþoli hafi þekkst síðan þeir voru í grunnskóla í Garðabæ og verið æskuvinir, sem geri málið enn þungbærara en ella. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ segir faðirinn um tengsl sonar hans við árásarmennina. Hann óttast að þar sem búið sé að sleppa mönnunum verði málið grafið ofan í skúffu þar sem ekki sé lengur pressa á að afgreiða það, eins og verið hefði væru mennirnir í haldi. Hann vonast til þess að málið verði tekið fyrir áður en kemur að sumarfríi dómstólanna. Faðirinn telur ljóst að árásarmennirnir eigi þunga dóma yfir höfði sér, tvö til átta ár og segir að enginn ávinningur sé af því að mennirnir gangi lausir þangað til dómur yfir þeim verður kveðinn upp.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Dómstólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira