Sprengja í tæknifrjóvgunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 13:53 Hildur telur að minni skömm og umræða spili inn í mikla aukningu tæknifrjóvgana. Vilhelm Gunnarsson Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. Árið 2019 voru alls 377 tæknifrjóvgunaraðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Fjórum árum síðar var fjöldinn orðinn 571. Fjölgunin er mun meiri hjá þeim sem fara í annað, þriðja eða fjórða skiptið en hjá þeim sem fara í fyrsta skiptið. Það er 66 prósenta fjölgun. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. En hún hefur látið sig þessi mál varða undanfarin misseri. Hildur segir að þessi mikla aukning komi henni ekki á óvart. Hún bendir einnig á að hægt hafi á aðgerðum í faraldrinum þar sem þær voru ekki taldar nógu mikilvægar til að fella þær ekki niður. „Ég hef engar óyggjandi sannanir fyrir fjölgun en ég get ímyndað mér að margt spili inn í. Til dæmis meiri umræða um þessi mál og vonandi smám saman minni skömm gagnvart því að leita sér þessarar aðstoðar,“ segir Hildur aðspurð um hvort hún hafi einhverja tilgátu um hvers vegna sífellt fleiri sæki í tæknifrjóvganir. Fólk fái að gefa fósturvísa eins og sæði og egg Hildur hefur lagt fram frumvörp til þess að einfalda regluverk í kringum tæknifrjóvganir. En hún hefur sagt frá sinni reynslu af tæknifrjóvgun í viðtölum áður. Hildur eignaðist sitt fyrsta barn á skírdag. „Samfélagsmynstrið hefur breyst mikið síðustu áratugi. Fæðingartíðni er á niðurleið hér líkt og annars staðar,“ segir Hildur. „Ég held að við eigum að hjálpa fólki sem vill eignast börn en almennt ekki hafa skoðanir á því hvernig fullorðið fólk hagar sínu lífi, þar með talið samböndum eða sambúðarformi.“ Samkvæmt Hildi hefur reglukerfið í kringum þessar aðgerðir farið batnandi frá því að lögin voru fyrst sett fyrir þremur áratugum. Livio sér um framkvæmd tæknifrjóvgana.Vilhelm Gunnarsson „Við höfum meðal annars stigið sífellt betri skref í að setja forræðishyggju og fordóma til hliðar, til dæmis gagnvart samkynhneigðum,“ segir Hildur. „En við getum gert enn betur og því hef ég í tvígang lagt fram frumvarp sem aftengir skyldu um sambúðarform. Þá er sjálfkrafa aftengd mjög ógeðfelld krafa núgildandi laga um að ef par slítur samvistum eða annar aðilinn andast verður að eyða öllum fósturvísum sem parið átti.“ Willum hefur einnig komið fram með frumvarp sem breytir þessari umræddu reglu. Hildur vill hins vegar ganga lengra og leyfa fólki að gefa fósturvísa. En í núgildandi lögum má einungis gefa sæði og egg. Hún segir að þetta myndi nýtast fólki í miklum frjósemisvanda vel. Kostnaður aukist mikið Í svari Willums kemur einnig fram að kostnaður við tæknifrjóvganir hefur aukist mikið. Bæði hjá Sjúkratryggingum Íslands og fólki sem nýtir þjónustuna. Frá árinu 2019 til 2022 jókst kostnaðurinn úr 55,5 milljón króna í 99. Það er 78 prósenta aukning. Kostnaður sjúkratryggðra hefur aukist úr 118 milljónum króna í 176,5, eða um nærri 50 prósent. Ljóst sé hins vegar að kostnaður einstaklinga sé hærri þar sem gjaldskrá Livio, sem sér um aðgerðirnar, hefur hækkað umfram gjaldskránna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað einstaklinga. Hildur segist einnig vera að skoða kostnaðarhliðina. Nefnir hún til dæmis að óeðlilegt sé að tæknifrjóvganir séu einungis niðurgreiddar að hluta á meðan ófrjósemisaðgerðir séu niðurgreiddar að fullu. Vilji hún skoða leiðir til að jafna þetta og finna leiðir til að gera kostnaðarþátttökuna sem sanngjarnasta og besta. „Eins og sést geta þetta orðið töluverðar fjárhæðir fyrir fólk sem stendur í þessu mikla og erfiða verkefni. Mér þykir það óeðlilegt og vil skoða hvort ekki sé hægt að jafna þá stöðu innan greiðsluþátttökukerfisins eitthvað,“ segir Hildur. Frjósemi Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01 Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14 Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Árið 2019 voru alls 377 tæknifrjóvgunaraðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Fjórum árum síðar var fjöldinn orðinn 571. Fjölgunin er mun meiri hjá þeim sem fara í annað, þriðja eða fjórða skiptið en hjá þeim sem fara í fyrsta skiptið. Það er 66 prósenta fjölgun. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. En hún hefur látið sig þessi mál varða undanfarin misseri. Hildur segir að þessi mikla aukning komi henni ekki á óvart. Hún bendir einnig á að hægt hafi á aðgerðum í faraldrinum þar sem þær voru ekki taldar nógu mikilvægar til að fella þær ekki niður. „Ég hef engar óyggjandi sannanir fyrir fjölgun en ég get ímyndað mér að margt spili inn í. Til dæmis meiri umræða um þessi mál og vonandi smám saman minni skömm gagnvart því að leita sér þessarar aðstoðar,“ segir Hildur aðspurð um hvort hún hafi einhverja tilgátu um hvers vegna sífellt fleiri sæki í tæknifrjóvganir. Fólk fái að gefa fósturvísa eins og sæði og egg Hildur hefur lagt fram frumvörp til þess að einfalda regluverk í kringum tæknifrjóvganir. En hún hefur sagt frá sinni reynslu af tæknifrjóvgun í viðtölum áður. Hildur eignaðist sitt fyrsta barn á skírdag. „Samfélagsmynstrið hefur breyst mikið síðustu áratugi. Fæðingartíðni er á niðurleið hér líkt og annars staðar,“ segir Hildur. „Ég held að við eigum að hjálpa fólki sem vill eignast börn en almennt ekki hafa skoðanir á því hvernig fullorðið fólk hagar sínu lífi, þar með talið samböndum eða sambúðarformi.“ Samkvæmt Hildi hefur reglukerfið í kringum þessar aðgerðir farið batnandi frá því að lögin voru fyrst sett fyrir þremur áratugum. Livio sér um framkvæmd tæknifrjóvgana.Vilhelm Gunnarsson „Við höfum meðal annars stigið sífellt betri skref í að setja forræðishyggju og fordóma til hliðar, til dæmis gagnvart samkynhneigðum,“ segir Hildur. „En við getum gert enn betur og því hef ég í tvígang lagt fram frumvarp sem aftengir skyldu um sambúðarform. Þá er sjálfkrafa aftengd mjög ógeðfelld krafa núgildandi laga um að ef par slítur samvistum eða annar aðilinn andast verður að eyða öllum fósturvísum sem parið átti.“ Willum hefur einnig komið fram með frumvarp sem breytir þessari umræddu reglu. Hildur vill hins vegar ganga lengra og leyfa fólki að gefa fósturvísa. En í núgildandi lögum má einungis gefa sæði og egg. Hún segir að þetta myndi nýtast fólki í miklum frjósemisvanda vel. Kostnaður aukist mikið Í svari Willums kemur einnig fram að kostnaður við tæknifrjóvganir hefur aukist mikið. Bæði hjá Sjúkratryggingum Íslands og fólki sem nýtir þjónustuna. Frá árinu 2019 til 2022 jókst kostnaðurinn úr 55,5 milljón króna í 99. Það er 78 prósenta aukning. Kostnaður sjúkratryggðra hefur aukist úr 118 milljónum króna í 176,5, eða um nærri 50 prósent. Ljóst sé hins vegar að kostnaður einstaklinga sé hærri þar sem gjaldskrá Livio, sem sér um aðgerðirnar, hefur hækkað umfram gjaldskránna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað einstaklinga. Hildur segist einnig vera að skoða kostnaðarhliðina. Nefnir hún til dæmis að óeðlilegt sé að tæknifrjóvganir séu einungis niðurgreiddar að hluta á meðan ófrjósemisaðgerðir séu niðurgreiddar að fullu. Vilji hún skoða leiðir til að jafna þetta og finna leiðir til að gera kostnaðarþátttökuna sem sanngjarnasta og besta. „Eins og sést geta þetta orðið töluverðar fjárhæðir fyrir fólk sem stendur í þessu mikla og erfiða verkefni. Mér þykir það óeðlilegt og vil skoða hvort ekki sé hægt að jafna þá stöðu innan greiðsluþátttökukerfisins eitthvað,“ segir Hildur.
Frjósemi Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01 Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14 Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01
Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14
Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15