„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 17. apríl 2023 20:30 Pernille og Allan Nielsen eru foreldrar Filippu Facebook/Pernille Nielsen Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. Tilkynnt var um hvarf hinnar 13 ára Filippu á laugardag en foreldrar hennar gripu meðal annars til þess ráðs að lýsa eftir dóttur sinni á samfélagsmiðlum eftir að hún skilaði sér ekki heim. Fjölmennt lið lögreglu hóf þegar leit og notaðist við leitarhunda, dróna og þyrlur fram á nótt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskyldan er búsett í borginni Slagelse á Sjálandi. Síðast var vitað til um ferðir Filippu fyrir hádegi á laugardag ásvæði milli Sørbymagle og Fuglebjerg, þar sem hún sinnti blaðaútburði. Farsími hennar, taska og hjól fannst í skurði í Kirkerup skömmu síðar. Eftir umfangsmikla leit fannst Filippa lifandi í húsi skammt frá Korsør síðdegis á sunnudag. 32 ára karlmaður var handtekinn á staðnum, auk tveggja annarra sem var síðar sleppt. Filippa skilaði sér ekki heim í kringum hádegi á laugardag en hún fannst rúmum sólarhring síðar. Grafík/Kristján Pernille Nilsen, móðir Filippu veitti Extra bladet viðtal í dag. ,Ég á ekki til orð yfir það sem hún hefur lent í. Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta,“ er haft eftir henni. Þá segir hún að fjölskyldan hafi sett allt annað til hliðar til þess að hugga Filippu og veita henni öryggistilfinningu. „Við erum með henni eins mikið og við mögulega getum og hún fær alla þá umönnun sem hún getur fengið. Ég græt með henni,“ er haft eftir henni. Þakka lögreglunni og þjóðinni Stjúpfaðir Filippu þakkaði bæði lögreglunni og dönsku þjóðinni fyrir þegar hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Ég var þarna inni fyrir hönd fjölskyldunnar og sá mann sem er fær um að gera börnum illt, sem hann hefur gert. Við þurftum á þessu að halda. Þakka ykkur fyrir. Við erum glöð yfir að fá Filippu aftur heim. Nú þurfum við að vera saman sem fjölskylda,“ segir Allan Nielsen, stjúpfaðir Filippu. Gæti átt sér vitorðsmann Maðurinn sem er grunaður um verknaðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. maí. Hann er ákærður fyrir að hafa svipt Filippu frelsi í rúman sólarhring, haldið henni á tveimur stöðum, og nauðgað henni ítrekað en hann játaði brot sín að hluta. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Ég held að okkur hafi öllum verið mjög létt þegar öflug rannsókn lögreglunnar leiddi til handtöku og að stúlkan fannst á lífi. Nú verður málið rannsakað frekar. Það þarf að rannsaka mörg atriði. Eins og dómarinn nefndi gæti vitorðsmaður gengið laus. Það er ekki hægt að útiloka það á þessari stundu að það sé vitorðsmaður,“ segir Susanne Bluhm, sérstakur saksóknari. Réttarsalnum var lokað þegar maðurinn gaf skýrslu og lögregla mun ekki birta gögn málsins að svo stöddu. Skoða eldri mannshvörf Þá hefur mál Filippu rifjað upp eldra mannshvarf í Danmörku. Mai-Brit Storm Thygesen, réttargæslumaður móður Emilie Meng, sem hvarf í júlí árið 2016 og fannst látin á aðfangadagskvöld sama ár, hefur kallað eftir því að rannsakað verði hvort málin tvö tengist. „Það eru ekki margar ungar stúlkur sem hverfa í Danmörku, svo það er nánast óhugsandi að leita ekki tengsla við það sem kom fyrir Emilie,“ er haft eftir henni. Bluhm segir að í málum sem þessu sé eðlilegt að rannsaka einnig önnur óleyst mál. Það verði að sjálfsögðu gert í máli Filippu. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56 Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. 17. apríl 2023 08:04 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Tilkynnt var um hvarf hinnar 13 ára Filippu á laugardag en foreldrar hennar gripu meðal annars til þess ráðs að lýsa eftir dóttur sinni á samfélagsmiðlum eftir að hún skilaði sér ekki heim. Fjölmennt lið lögreglu hóf þegar leit og notaðist við leitarhunda, dróna og þyrlur fram á nótt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskyldan er búsett í borginni Slagelse á Sjálandi. Síðast var vitað til um ferðir Filippu fyrir hádegi á laugardag ásvæði milli Sørbymagle og Fuglebjerg, þar sem hún sinnti blaðaútburði. Farsími hennar, taska og hjól fannst í skurði í Kirkerup skömmu síðar. Eftir umfangsmikla leit fannst Filippa lifandi í húsi skammt frá Korsør síðdegis á sunnudag. 32 ára karlmaður var handtekinn á staðnum, auk tveggja annarra sem var síðar sleppt. Filippa skilaði sér ekki heim í kringum hádegi á laugardag en hún fannst rúmum sólarhring síðar. Grafík/Kristján Pernille Nilsen, móðir Filippu veitti Extra bladet viðtal í dag. ,Ég á ekki til orð yfir það sem hún hefur lent í. Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta,“ er haft eftir henni. Þá segir hún að fjölskyldan hafi sett allt annað til hliðar til þess að hugga Filippu og veita henni öryggistilfinningu. „Við erum með henni eins mikið og við mögulega getum og hún fær alla þá umönnun sem hún getur fengið. Ég græt með henni,“ er haft eftir henni. Þakka lögreglunni og þjóðinni Stjúpfaðir Filippu þakkaði bæði lögreglunni og dönsku þjóðinni fyrir þegar hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Ég var þarna inni fyrir hönd fjölskyldunnar og sá mann sem er fær um að gera börnum illt, sem hann hefur gert. Við þurftum á þessu að halda. Þakka ykkur fyrir. Við erum glöð yfir að fá Filippu aftur heim. Nú þurfum við að vera saman sem fjölskylda,“ segir Allan Nielsen, stjúpfaðir Filippu. Gæti átt sér vitorðsmann Maðurinn sem er grunaður um verknaðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. maí. Hann er ákærður fyrir að hafa svipt Filippu frelsi í rúman sólarhring, haldið henni á tveimur stöðum, og nauðgað henni ítrekað en hann játaði brot sín að hluta. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Ég held að okkur hafi öllum verið mjög létt þegar öflug rannsókn lögreglunnar leiddi til handtöku og að stúlkan fannst á lífi. Nú verður málið rannsakað frekar. Það þarf að rannsaka mörg atriði. Eins og dómarinn nefndi gæti vitorðsmaður gengið laus. Það er ekki hægt að útiloka það á þessari stundu að það sé vitorðsmaður,“ segir Susanne Bluhm, sérstakur saksóknari. Réttarsalnum var lokað þegar maðurinn gaf skýrslu og lögregla mun ekki birta gögn málsins að svo stöddu. Skoða eldri mannshvörf Þá hefur mál Filippu rifjað upp eldra mannshvarf í Danmörku. Mai-Brit Storm Thygesen, réttargæslumaður móður Emilie Meng, sem hvarf í júlí árið 2016 og fannst látin á aðfangadagskvöld sama ár, hefur kallað eftir því að rannsakað verði hvort málin tvö tengist. „Það eru ekki margar ungar stúlkur sem hverfa í Danmörku, svo það er nánast óhugsandi að leita ekki tengsla við það sem kom fyrir Emilie,“ er haft eftir henni. Bluhm segir að í málum sem þessu sé eðlilegt að rannsaka einnig önnur óleyst mál. Það verði að sjálfsögðu gert í máli Filippu.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56 Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. 17. apríl 2023 08:04 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56
Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. 17. apríl 2023 08:04
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20