Innlent

Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lýst var eftir Modestas Antanavicius í upphafi árs.
Lýst var eftir Modestas Antanavicius í upphafi árs. LÖGREGLAN Á VESTURLANDI

Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antana­vicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um.

Þetta staðfestir Helgi Pét­ur Ottesen, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, í samtali við Vísi. Hann segir að líkið sem fannst í gær hafi verið í fjörunni við Straumeyri, sunnanmegin í Borgarfirði, um fimm kílómetra vestur af Borgarfjarðarbrúnni.

Helgi Pétur segir að um sé að ræða svæði sem hafi verið kembt fyrr á árinu þegar umfangsmikil leit að Modestas fór fram.

Lýst var eftir hinum 46 ára Modestas þann 7. janúar síðastliðinn, en síðast hafði þá sést til hans á Olísstöðinni í Borgarnesi.


Tengdar fréttir

Líkfundur í Borgarnesi

Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi í dag. Vegfarandi tilkynnti um líkið fyrr í kvöld og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×