Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 21:55 Hjónin Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir, forstjóri Film Húsavík. Sirrý Arnardóttir Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega. Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega.
Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira