Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hér sést Jodie Foster, aðalleikkona þáttanna, í stúkunni í Skautahöllinni í Laugardalnum.
Hér sést Jodie Foster, aðalleikkona þáttanna, í stúkunni í Skautahöllinni í Laugardalnum. Skjáskot

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Tökur á þáttunum hafa verið í gangi í marga mánuði en lauk þeim fyrir nokkrum vikum síðan. Um er að ræða fjórðu þáttaröð True Detective en þættirnir hafa unnið til fjölda verðlauna hingað til. 

Þættirnir gerast í Alaska, nánar tiltekið bænum Ennis, en fóru tökur að mestu leyti fram hér á Íslandi, meðal annars á Dalvík, Í Reykjavík og í Keflavík. Hafnargata í Keflavík bregður fyrir í sýnishorninu, sem og TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar. 

Jodie Foster fer með aðalhlutverk þáttanna ásamt Kali Reis. Ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær hægt verður að horfa á þættina en í sýnishorninu segir að það verði seinna á árinu. 


Tengdar fréttir

Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík

Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.