Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2023 11:52 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag. Félagið var í eigu Helga Magnússonar fjárfestis sem stofnaði haustið 2022 félagið Fjölmiðlatorg. Helgi keypti í gegnum félagið Fjölmiðlatorg fjölmiðilinn DV af Torgi á 420 milljónir króna. Það var að morgni föstudagsins 31. mars sem starfsmönnum hjá Torgi, þeir sem voru á vaktinni, var tilkynnt að loknum morgunfundi ritstjórnar að öllu starfsfólki yrði sagt upp utan blaðamanna DV. Dreifingu Fréttablaðsins í hús á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri hafði verið hætt um áramótin og ljóst að óvissa með rekstur blaðsins var mikil. Starfsmenn fengu greitt fyrir vinnu sína í mars en var annars bent á að skrá sig á atvinnuleysisbætur og leita í ábyrgðarsjóð launa. Björn Þorfinnsson hafði sagt upp störfum sem ritstjóri en dró uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Hann tjáði Vísi í síðustu viku að til stæði að efla ritstjórnina og blaðamönnum DV myndi strax fjölga úr sjö í níu. Þá verður ný skrifstofa DV í Hlíðarsmára í Kópavogi. Óskar Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri búsins. Er skorað á alla sem telja sig eiga kröfu í búið að lýsa þeim innan tveggja mánaða. Fjölmiðlar Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Félagið var í eigu Helga Magnússonar fjárfestis sem stofnaði haustið 2022 félagið Fjölmiðlatorg. Helgi keypti í gegnum félagið Fjölmiðlatorg fjölmiðilinn DV af Torgi á 420 milljónir króna. Það var að morgni föstudagsins 31. mars sem starfsmönnum hjá Torgi, þeir sem voru á vaktinni, var tilkynnt að loknum morgunfundi ritstjórnar að öllu starfsfólki yrði sagt upp utan blaðamanna DV. Dreifingu Fréttablaðsins í hús á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri hafði verið hætt um áramótin og ljóst að óvissa með rekstur blaðsins var mikil. Starfsmenn fengu greitt fyrir vinnu sína í mars en var annars bent á að skrá sig á atvinnuleysisbætur og leita í ábyrgðarsjóð launa. Björn Þorfinnsson hafði sagt upp störfum sem ritstjóri en dró uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Hann tjáði Vísi í síðustu viku að til stæði að efla ritstjórnina og blaðamönnum DV myndi strax fjölga úr sjö í níu. Þá verður ný skrifstofa DV í Hlíðarsmára í Kópavogi. Óskar Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri búsins. Er skorað á alla sem telja sig eiga kröfu í búið að lýsa þeim innan tveggja mánaða.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33
Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26