Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 19:53 Elizabeth Holmes er tveggja barna móðir en hún eignaðist þau bæði eftir að hún var ákærð fyrir stófelld brot í tengslum við Theranos. AP/Jeff Chiu Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. Holmes var dæmd í meira en ellefu ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta í Theranos í fyrra. Fall Holmes var hátt en henni hafði verið hampað sem frumkvöðli og sjálfsköpuðum milljarðamæringi. Hún hélt því fram að Theranos hefði þróað byltingarkennda tækni við blóðprufur sem krefðist aðeins eins blóðdropa úr sjúklingum. Lítill innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Dómarinn í málinu taldi að Holmes hefði ekki lagt fram sannfærandi gögn um að hún ætti að fá að ganga laus á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum. Niðurstaðan þýðir að Holmes, sem er 39 ára gömul, þarf að gefa sig fram til afplánunar 27. apríl. AP-fréttastofan segir að Holmes geti kært úrskurð umdæmisdómarans. Ramesh „Sunny“ Balwani, næstráðandi Holmes hjá Theranos, vann slíka áfrýjun á dögunum en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við. Réttað var yfir Holmes og Balwani hvoru í sínu lagi. Balwani hlaut tæplega þrettán ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingum Theranos. Mál Holmes og Theranos vakti mikla athygli en um það hafa meðal annars verið gerðar heimildarmyndir og nú síðast leiknir þættir. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Holmes var dæmd í meira en ellefu ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta í Theranos í fyrra. Fall Holmes var hátt en henni hafði verið hampað sem frumkvöðli og sjálfsköpuðum milljarðamæringi. Hún hélt því fram að Theranos hefði þróað byltingarkennda tækni við blóðprufur sem krefðist aðeins eins blóðdropa úr sjúklingum. Lítill innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Dómarinn í málinu taldi að Holmes hefði ekki lagt fram sannfærandi gögn um að hún ætti að fá að ganga laus á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum. Niðurstaðan þýðir að Holmes, sem er 39 ára gömul, þarf að gefa sig fram til afplánunar 27. apríl. AP-fréttastofan segir að Holmes geti kært úrskurð umdæmisdómarans. Ramesh „Sunny“ Balwani, næstráðandi Holmes hjá Theranos, vann slíka áfrýjun á dögunum en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við. Réttað var yfir Holmes og Balwani hvoru í sínu lagi. Balwani hlaut tæplega þrettán ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingum Theranos. Mál Holmes og Theranos vakti mikla athygli en um það hafa meðal annars verið gerðar heimildarmyndir og nú síðast leiknir þættir.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52
Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00