Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:57 Dómurinn bætist á langa hneykslissögu stofnunarinnar. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04