Golf

Gott veðurútlit fyrir tvöfaldan lokadag á Masters | Útsending hefst í hádeginu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Masters mótinu lýkur í dag.
Masters mótinu lýkur í dag. vísir/Getty

Keppni á Masters mótinu í golfi mun ljúka í dag eftir erilsama helgi.

Í tvígang hefur þurft að fresta keppni, í bæði skiptin vegna veðurs og á því enn eftir að leika margar holur af keppnishring númer þrjú.

Bein útsending frá hring þrjú hefst klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 17:30 hefst svo útsending fyrir lokahringinn þar sem sérfræðingar í setti munu hita upp fyrir lokahringinn sem hefst um klukkan 18:00.

Þorsteinn Hallgrímsson og Haraldur Franklín Magnús fara yfir málin með Rikka G fyrir lokahringinn.

Á föstudag þurfti að fresta keppni vegna þrumuveðurs og í gær rigndi sem hellt væri úr fötu á Augusta vellinum sem varð að endingu óleikfær. Gott veðurútlit er í dag og ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að kylfingum takist að klára mótið.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er með sterka stöðu fyrir lokadaginn en hann leiðir mótið á samtals þrettán höggum undir pari. Jon Rahm er annar á samtals níu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×