„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 21:35 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/Diego Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. „Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
„Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51