Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 20:50 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Sigurjón Ólason Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05