Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:01 Sanna Magdalena segir leigusala nýta sér slæma stöðu fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Vísir/Arnar Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“ Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“
Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56