Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:00 Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni. Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni.
Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01