Erlent

Einn látinn og tugir slasaðir eftir lestar­slys í Hollandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Unnið er að því að tryggja vettvang.
Unnið er að því að tryggja vettvang. epa/Remko De Waal

Einn lést og tugir slösuðust þegar lest með um 60 manns um borð fór út af lestarteinum við VoorSchoten í Hollandi, um það bil átta kílómetra frá Haag. Slysið átti sér stað þegar lestin ók á byggingabúnað sem virðist hafa verið á teinunum.

Samkvæmt viðbragðsaðilum voru nokkrir alvarlega slasaðir fluttir á sjúkrahús en gert var að sárum 30 á vettvangi. Þá höfðu ellefu fengið að leita skjóls á heimilum í nágrenninu. Unnið væri að því að tryggja lestina.

„Við heyrðum háan hvell og allt í einu slokknaði á ljósunum,“ sagði einn farþega í samtali við staðarmiðilinn Omroep West. „Fyrst komumst við ekki úr lestinni af því að það var ekkert rafmagn.“

Búið er að aflýsa nokkrum lestarferðum vegna slyssins.

epa/Remko De Waal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×