Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2023 07:49 Nágrannarnir deildu um afnotarétt að vegi á landi þeirra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun. Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun.
Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira