Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2023 20:23 Skotárásin var framin skömmu eftir áramót í Richneck grunnskólanum. BILLY SCHUEMAN/AP Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31