Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2023 20:23 Skotárásin var framin skömmu eftir áramót í Richneck grunnskólanum. BILLY SCHUEMAN/AP Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31