Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 11:37 Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag. vísir/Arnar Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira