Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2023 22:07 Stólarnir unnu góðan sigur gegn nýkrýndur deildarmeisturum Vals í kvöld. Vísir/Bára Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Hann fékk þakkargjöf fyrir leikinn eftir farsælan tíma með Val. Í kjölfarið stýrði hann sínum mönnum til afar sannfærandi sigurs. Hann var greinilega búinn að kortleggja Valsliðið til hins ítrasta, en hann þekkir auðvitað liðið betur en flestir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust snemma í 8-3. Við það tók Tindastóll við sér og skoraði átta stig í röð. Það var jafnræði með liðunum eftir það, en gestirnir leiddu með þremur stigum að fyrsta leikhluta loknum. Tindastóll fór betur af stað í öðrum leikhluta og náði mest tólf stiga forskoti, en um miðbik leikhlutans fundu Valsarar ágætis sóknartakt og komu sér aftur inn í leikinn. Þetta var fram og til baka, en gestirnir leiddu með tveimur stigum í hálfleik eftir þriggja stiga körfu frá Sigtryggi Arnari Björnssyni. Valsmenn mættu hins vegar varla til leiks í síðari hálfleik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem þeir fóru ansi illa með deildarmeistarana. Stemningin í liðinu var stórkostlega og Valsmenn fundu engin svör. Að lokum var niðurstaðan mjög svo þægilegur sigur Tindastóls sem hefur núna unnið sex af síðustu sjö leikjum. Núna er úrslitakeppnin framundan en hver veit nema þessi tvö lið muni aftur mætast þar. Þau buðu upp á magnað úrslitaeinvígi í fyrra og yrði gaman að sjá þau mætast aftur. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru bara miklu hungraðari í þennan sigur. Valsmenn voru komnir með hausinn eitthvert annað og lengra á meðan Tindastóll var bara að hugsa um að ná í þennan sigur hér í dag. Tindastóll var yfir í öllum tölfræðiþáttum leiksins og vann mjög svo sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Hassan Badmus átti stórkostlegan leik í liði Stólanna þar sem hann skoraði 30 stig og tók 14 fráköst. Hann átti líka einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhluta. Ég mæli með því að fólk taki sér tíma og skoði hana við tækifæri. Tindastóll fékk líka ansi gott framlag frá Keyshawn Woods sem gerði 26 stig, en hér má líka hrósa stuðningsmönnum Tindastóls sem voru hreint út sagt magnaðir við hliðina á raddlausum stuðningsmönnum Vals. Hvað gekk illa? Flestallir í byrjunarliði Vals hittu ekki á sinn besta dag, einhverjir mögulega á þann versta. Pablo Bertone var sérstaklega slakur þar sem hann gerði fjögur stig úr níu skotum. Hann tók tvö fráköst, átti eina stoðendingu og tapaði fjórum boltum. Hann var líka -36 inn á vellinum, en Hjálmar Stefánsson komst næst því með því að vera -31. Byrjunarlið Vals skoraði bara 31 stig í öllum leiknum. Hvað næst? Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan Tindastóll fær Keflavík í fyrstu umferðinni. Úrslitakeppnin byrjar núna 4. apríl næstkomandi, gleðilega hátíð! „Við ætluðum ekki að gefa alltof mikið í þetta fannst mér“ Kári Jónsson, leikmaður Vals.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn lyftu deildarmeistaratitlinum í Subway-deild karla í kvöld eftir leik á móti Tindastóli á heimavelli í lokaumferðinni. Leikmenn Vals voru þó ekkert sérstaklega kátir þar sem þeir töpuðu stórt í leiknum. Kári Jónsson, stjörnuleikmaður Vals, var tekinn tali eftir leik. „Þeir voru flottir og það var líf og fjör hjá þeim. Við vorum ekki flottir. Við ætluðum ekki að gefa alltof mikið í þetta fannst mér. Við vorum ekki tilbúnir í hausnum. Því fór sem fór. Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið, en núna byrjar næsta keppni.“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir leikinn. Var erfitt að gíra sig upp í þennan leik? „Það er öðruvísi, klárlega, sérstaklega þegar þú ert að koma hér inn eftir hörkuleik í Njarðvík og úrslitakeppnin á næsta leyti. Það var svolítið öðruvísi að fara í leik sem skiptir engu máli. Þeir voru betri en við á öllum sviðum í dag.“ Hvernig var að taka á móti bikarnum eftir þennan leik? „Það var gaman. Það var skemmtilegra í síðustu viku þegar við tryggðum hann, en það er alltaf gaman að fá bikar. Þetta er góð viðurkenning fyrir okkar vinnu allan veturinn. Er þessi bikar ekki kallaður sá erfiði? Við getum glaðst yfir honum í kvöld. Við erum með alla titlana á Hlíðarenda og það er ákveðið prik fyrir alla vinnuna. Núna byrjar næsta verkefni og það verður virkilega erfitt.“ Kári segist ekki vera orðinn aumur í öxlunum þrátt fyrir að gera nánast ekkert annað en að lyfta bikurum. „Nei, maður verður það aldrei. Þetta verður ekkert þreytt.“ Þessi frábæri leikmaður framlengdi nýverið samning sinn á Hlíðarenda. „Mér líður mjög vel hérna. Það er séð vel um menn hérna og gott andrúmsloft.“ „Það er virkilega spennandi að mæta Stjörnunni í átta-liða úrslitum. Við mættum þeim í bikarúrslitunum og erum búnir að spila fjórum sinnum við þá á þessu tímabili. Við þekkjum þá ágætlega. Það er alltaf fjör að mæta Stjörnunni og ég er virkilega spenntur.“ „Núna tökum við þessa medalíu af okkur og stefnum á þá næstu“ Finnur Freyr Stefánsson er farinn að einbeita sér að næsta titli.Vísir / Hulda Margrét „Tilfinningin við að vinna deildarmeistaratitilinn kom í síðasta leik. Leikurinn bar þess svolítið merki að hugurinn var kominn áfram í næsta leik. Stólarnir voru betri en við í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir stórt tap gegn Tindastóli í lokaumferð Subway-deildar karla í kvöld. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðasta leik gegn Njarðvík og var ekki að keppa um neitt nema stoltið í kvöld. „Það var kraftur í Stólunum. Við vorum að prófa nýja hluti og Stólarnir komu með fín svör við því í seinni hálfleik. Það voru margir strákar á gólfinu sem hafa verið að spila minna. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ „Við töluðum um það fyrir leik og alla vinnuna að við viljum alltaf vinna, en hugurinn er kominn áfram. Við erum fegnir að þetta mót sé búið og við hlökkum til að fara í úrslitakeppnina.“ Valur mætir Stjörnunni í átta-liða úrslitunum. „Stjarnan er með mannskap til að gera hluti en hafa ollið sjálfum sér vonbrigðum í vetur. Þeir munu líta á þetta sem nýtt upphaf og verða virkilega erfiðir andstæðingar. Við verðum að eiga algjöra topleiki.“ Finnur er með gælunafnið Finnur sem allt vinnur og núna er hann búinn að bæta enn einum titlinum í safnið. Stefnan er svo sett á þann stóra – Íslandsmeistaratitilinn – á næstu vikum. „Þetta eru forréttindi. Þessi er sætur eftir árið í fyrra. Maður veit aldrei hvenær sá síðasti er. Ég er alltaf þakklátur fyrir hvern einasta sigur og hvern einasta dag sem maður er í þessu. Strákarnir eiga mikið hrós skilið, hafa verið frábærir allan veturinn. Ég hef aldrei misst af fleiri leikjum en í vetur, en ég missi af nokkrum leikjum út af málum heima. Ég er þakklátur fyrir það hvernig menn hafa staðið sig. Núna tökum við þessa medalíu af okkur og stefnum á þá næstu,“ sagði Finnur að lokum. Stórsigur á gamla heimavellinum: „Held að við séum á mjög góðum stað“ Pavel Ermolinskij tók nýverið við þjálfun Tindastóls.VÍSIR/BÁRA Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld og tók þar sigur. Hann var auðvitað ánægður með úrslitin þegar hann ræddi við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. „Það er mjög gott að vinna hérna,“ sagði Pavel aðspurður að því hvernig væri að vinna sigur í Valsheimilinu. „Við lögðum upp með að spila 40 mínútur af eins miklum krafti og við gætum; sýna að við mætum í alla leiki með þá hugarfari, sama hvort það sé leikur sem skiptir miklu upp á töfluna að gera eða ekki.“ Hann var spurður að því hvort það væri extra sætt að vinna Val, en við því sagði hann: „Nei, ekkert sérstaklega.“ Hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Tindastóll mun mæta Keflavík. „Úrslitakeppnin leggst mjög vel í mig. Núna þarftu að setja fram það sem þú hefur og sjá hvar þú lendir. Ég held að við séum á mjög góðum stað eins og staðan er núna.“ „Ég ímynda mér að í ljósi síðustu missera muni allir spá okkur sigri því við erum á leiðinni upp og Keflavík á leiðinni niður. Við vitum fullkomlega að Keflavík er með mjög góðan mannsskap og með vel þjálfað lið. Þeir eru einum leikhluta frá því að ná vopnum sínum aftur. Við munum koma inn í einvígið af fullri virðingu,“ sagði Pavel að lokum. Subway-deild karla Valur Tindastóll
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Hann fékk þakkargjöf fyrir leikinn eftir farsælan tíma með Val. Í kjölfarið stýrði hann sínum mönnum til afar sannfærandi sigurs. Hann var greinilega búinn að kortleggja Valsliðið til hins ítrasta, en hann þekkir auðvitað liðið betur en flestir. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust snemma í 8-3. Við það tók Tindastóll við sér og skoraði átta stig í röð. Það var jafnræði með liðunum eftir það, en gestirnir leiddu með þremur stigum að fyrsta leikhluta loknum. Tindastóll fór betur af stað í öðrum leikhluta og náði mest tólf stiga forskoti, en um miðbik leikhlutans fundu Valsarar ágætis sóknartakt og komu sér aftur inn í leikinn. Þetta var fram og til baka, en gestirnir leiddu með tveimur stigum í hálfleik eftir þriggja stiga körfu frá Sigtryggi Arnari Björnssyni. Valsmenn mættu hins vegar varla til leiks í síðari hálfleik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem þeir fóru ansi illa með deildarmeistarana. Stemningin í liðinu var stórkostlega og Valsmenn fundu engin svör. Að lokum var niðurstaðan mjög svo þægilegur sigur Tindastóls sem hefur núna unnið sex af síðustu sjö leikjum. Núna er úrslitakeppnin framundan en hver veit nema þessi tvö lið muni aftur mætast þar. Þau buðu upp á magnað úrslitaeinvígi í fyrra og yrði gaman að sjá þau mætast aftur. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru bara miklu hungraðari í þennan sigur. Valsmenn voru komnir með hausinn eitthvert annað og lengra á meðan Tindastóll var bara að hugsa um að ná í þennan sigur hér í dag. Tindastóll var yfir í öllum tölfræðiþáttum leiksins og vann mjög svo sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Taiwo Hassan Badmus átti stórkostlegan leik í liði Stólanna þar sem hann skoraði 30 stig og tók 14 fráköst. Hann átti líka einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhluta. Ég mæli með því að fólk taki sér tíma og skoði hana við tækifæri. Tindastóll fékk líka ansi gott framlag frá Keyshawn Woods sem gerði 26 stig, en hér má líka hrósa stuðningsmönnum Tindastóls sem voru hreint út sagt magnaðir við hliðina á raddlausum stuðningsmönnum Vals. Hvað gekk illa? Flestallir í byrjunarliði Vals hittu ekki á sinn besta dag, einhverjir mögulega á þann versta. Pablo Bertone var sérstaklega slakur þar sem hann gerði fjögur stig úr níu skotum. Hann tók tvö fráköst, átti eina stoðendingu og tapaði fjórum boltum. Hann var líka -36 inn á vellinum, en Hjálmar Stefánsson komst næst því með því að vera -31. Byrjunarlið Vals skoraði bara 31 stig í öllum leiknum. Hvað næst? Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan Tindastóll fær Keflavík í fyrstu umferðinni. Úrslitakeppnin byrjar núna 4. apríl næstkomandi, gleðilega hátíð! „Við ætluðum ekki að gefa alltof mikið í þetta fannst mér“ Kári Jónsson, leikmaður Vals.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn lyftu deildarmeistaratitlinum í Subway-deild karla í kvöld eftir leik á móti Tindastóli á heimavelli í lokaumferðinni. Leikmenn Vals voru þó ekkert sérstaklega kátir þar sem þeir töpuðu stórt í leiknum. Kári Jónsson, stjörnuleikmaður Vals, var tekinn tali eftir leik. „Þeir voru flottir og það var líf og fjör hjá þeim. Við vorum ekki flottir. Við ætluðum ekki að gefa alltof mikið í þetta fannst mér. Við vorum ekki tilbúnir í hausnum. Því fór sem fór. Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið, en núna byrjar næsta keppni.“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir leikinn. Var erfitt að gíra sig upp í þennan leik? „Það er öðruvísi, klárlega, sérstaklega þegar þú ert að koma hér inn eftir hörkuleik í Njarðvík og úrslitakeppnin á næsta leyti. Það var svolítið öðruvísi að fara í leik sem skiptir engu máli. Þeir voru betri en við á öllum sviðum í dag.“ Hvernig var að taka á móti bikarnum eftir þennan leik? „Það var gaman. Það var skemmtilegra í síðustu viku þegar við tryggðum hann, en það er alltaf gaman að fá bikar. Þetta er góð viðurkenning fyrir okkar vinnu allan veturinn. Er þessi bikar ekki kallaður sá erfiði? Við getum glaðst yfir honum í kvöld. Við erum með alla titlana á Hlíðarenda og það er ákveðið prik fyrir alla vinnuna. Núna byrjar næsta verkefni og það verður virkilega erfitt.“ Kári segist ekki vera orðinn aumur í öxlunum þrátt fyrir að gera nánast ekkert annað en að lyfta bikurum. „Nei, maður verður það aldrei. Þetta verður ekkert þreytt.“ Þessi frábæri leikmaður framlengdi nýverið samning sinn á Hlíðarenda. „Mér líður mjög vel hérna. Það er séð vel um menn hérna og gott andrúmsloft.“ „Það er virkilega spennandi að mæta Stjörnunni í átta-liða úrslitum. Við mættum þeim í bikarúrslitunum og erum búnir að spila fjórum sinnum við þá á þessu tímabili. Við þekkjum þá ágætlega. Það er alltaf fjör að mæta Stjörnunni og ég er virkilega spenntur.“ „Núna tökum við þessa medalíu af okkur og stefnum á þá næstu“ Finnur Freyr Stefánsson er farinn að einbeita sér að næsta titli.Vísir / Hulda Margrét „Tilfinningin við að vinna deildarmeistaratitilinn kom í síðasta leik. Leikurinn bar þess svolítið merki að hugurinn var kominn áfram í næsta leik. Stólarnir voru betri en við í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir stórt tap gegn Tindastóli í lokaumferð Subway-deildar karla í kvöld. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðasta leik gegn Njarðvík og var ekki að keppa um neitt nema stoltið í kvöld. „Það var kraftur í Stólunum. Við vorum að prófa nýja hluti og Stólarnir komu með fín svör við því í seinni hálfleik. Það voru margir strákar á gólfinu sem hafa verið að spila minna. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ „Við töluðum um það fyrir leik og alla vinnuna að við viljum alltaf vinna, en hugurinn er kominn áfram. Við erum fegnir að þetta mót sé búið og við hlökkum til að fara í úrslitakeppnina.“ Valur mætir Stjörnunni í átta-liða úrslitunum. „Stjarnan er með mannskap til að gera hluti en hafa ollið sjálfum sér vonbrigðum í vetur. Þeir munu líta á þetta sem nýtt upphaf og verða virkilega erfiðir andstæðingar. Við verðum að eiga algjöra topleiki.“ Finnur er með gælunafnið Finnur sem allt vinnur og núna er hann búinn að bæta enn einum titlinum í safnið. Stefnan er svo sett á þann stóra – Íslandsmeistaratitilinn – á næstu vikum. „Þetta eru forréttindi. Þessi er sætur eftir árið í fyrra. Maður veit aldrei hvenær sá síðasti er. Ég er alltaf þakklátur fyrir hvern einasta sigur og hvern einasta dag sem maður er í þessu. Strákarnir eiga mikið hrós skilið, hafa verið frábærir allan veturinn. Ég hef aldrei misst af fleiri leikjum en í vetur, en ég missi af nokkrum leikjum út af málum heima. Ég er þakklátur fyrir það hvernig menn hafa staðið sig. Núna tökum við þessa medalíu af okkur og stefnum á þá næstu,“ sagði Finnur að lokum. Stórsigur á gamla heimavellinum: „Held að við séum á mjög góðum stað“ Pavel Ermolinskij tók nýverið við þjálfun Tindastóls.VÍSIR/BÁRA Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld og tók þar sigur. Hann var auðvitað ánægður með úrslitin þegar hann ræddi við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. „Það er mjög gott að vinna hérna,“ sagði Pavel aðspurður að því hvernig væri að vinna sigur í Valsheimilinu. „Við lögðum upp með að spila 40 mínútur af eins miklum krafti og við gætum; sýna að við mætum í alla leiki með þá hugarfari, sama hvort það sé leikur sem skiptir miklu upp á töfluna að gera eða ekki.“ Hann var spurður að því hvort það væri extra sætt að vinna Val, en við því sagði hann: „Nei, ekkert sérstaklega.“ Hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni þar sem Tindastóll mun mæta Keflavík. „Úrslitakeppnin leggst mjög vel í mig. Núna þarftu að setja fram það sem þú hefur og sjá hvar þú lendir. Ég held að við séum á mjög góðum stað eins og staðan er núna.“ „Ég ímynda mér að í ljósi síðustu missera muni allir spá okkur sigri því við erum á leiðinni upp og Keflavík á leiðinni niður. Við vitum fullkomlega að Keflavík er með mjög góðan mannsskap og með vel þjálfað lið. Þeir eru einum leikhluta frá því að ná vopnum sínum aftur. Við munum koma inn í einvígið af fullri virðingu,“ sagði Pavel að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum