Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:46 Skemmtistaðnum LUX í Keflavík hefur verið lokað. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess. Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira